Fréttayfirlit 8. október 2021

Tilkynning vegna netárásar

Tilkynning vegna netárásar

Netárás var gerð á tölvukerfi alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna 18. september sl. án þess að alvarlegur skaði hlytist af. Viðbragðsáætlun samtakanna var strax sett í gang og gagnráðstafnir gerðar, svo sem að tilkynna öllum viðeigandi yfirvöldum.

Með utanaðkomandi sérfræðiaðstoð í netöryggi var öryggi tölvukerfis samtakanna tryggt og var virkni allra netþjóna komin í eðlilegt horf á ný þann 30. september. Eftir ítarlega rannsókn er ekkert sem bendir til þess að persónuupplýsingum hafi verið stolið eða lekið.

SOS Barnaþorpin taka netöryggismál og vernd persónuupplýsinga skjólstæðinga, styrktaraðila og starfsfólks mjög alvarlega og munu áfram leggja mikla áherslu á að vernda þær.

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.