Fréttayfirlit 8. október 2021

Tilkynning vegna netárásar

Tilkynning vegna netárásar

Netárás var gerð á tölvukerfi alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna 18. september sl. án þess að alvarlegur skaði hlytist af. Viðbragðsáætlun samtakanna var strax sett í gang og gagnráðstafnir gerðar, svo sem að tilkynna öllum viðeigandi yfirvöldum.

Með utanaðkomandi sérfræðiaðstoð í netöryggi var öryggi tölvukerfis samtakanna tryggt og var virkni allra netþjóna komin í eðlilegt horf á ný þann 30. september. Eftir ítarlega rannsókn er ekkert sem bendir til þess að persónuupplýsingum hafi verið stolið eða lekið.

SOS Barnaþorpin taka netöryggismál og vernd persónuupplýsinga skjólstæðinga, styrktaraðila og starfsfólks mjög alvarlega og munu áfram leggja mikla áherslu á að vernda þær.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...