Þórdís Kolbrún heimsótti SOS barnaþorp í Malaví

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir utanríkisráðherra er í Malaví þessa dagana og það er gaman að segja frá því að í gær, 4. desember, heimsótti hún SOS barnaþorpið í höfuðborginni Lilongve. Þar hitti hún börn og SOS-mæður þeirra og fékk að kynnast þessu stórkostlega starfi sem SOS vinnur þarna. Það búa 88 börn og ungmenni í barnaþorpinu í Lilongve og 43 þeirra eiga SOS-foreldra á Íslandi.
Það er mikil og góð tenging milli Íslands og Malaví. Þar fjármagnar SOS á Íslandi fjölskyldueflingu með stuðningi utanríkisráðuneytisins, verkefni með því markmiði að forða börnum frá aðskilnaði við foreldra og styðja fjölskyldur til fjárhagslegs sjálfstæðis. Þá er íslenskt sendiráð í Lilongve enda hafa Ísland og Malaví starfað saman á sviði þróunarsamvinnu frá árinu 1989.

Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...