Fréttayfirlit 7. september 2015

Sýrlensk börn flytja í SOS Barnaþorp

Þörfin fyrir neyðaraðstoð í Sýrlandi hefur aukist gríðarlega síðan stríðið hófst þar í landi fyrir fimm árum. Talið er að um tólf milljónir manna hafi þurft að flýja heimili sín, 220 þúsund manns hafa látið lífið og yfir ein milljón slasast.

Eins og svo oft í stríðsátökum eru það börnin sem þjást mest en mikill fjöldi sýrlenskra barna hefur fengið nýtt heimili í SOS Barnaþorpum þar í landi undanfarin ár. Yfir 200 börn búa nú í þorpunum tveimur og áætlað er að taka við fleirum, og ekki aðeins í Sýrlandi. SOS Barnaþorpin í Austurríki ætla til að mynda að gefa 100 flóttabörnum ný heimili fyrir árslok 2015.

SOS Barnaþorpin hafa starfað í Sýrlandi síðan á áttunda áratugnum og hófu neyðaraðstoð í landinu árið 2013. Síðan þá hafa hundruð þúsunda barna fengið aðstoð frá samtökunum.

Fyrir utan mataraðstoð og aðra hefðbundna neyðaraðstoð reka SOS Barnaþorpin þrjú barnvæn svæði í Sýrlandi fyrir tpa-picture-75616.jpgátta þúsund börn. Þangað geta börn komið, stundað nám, leikið sér, fengið áfallahjálp, læknisskoðun, mat o.fl. Þá hefur verið sett af stað teymi sem ferðast um landið með því markmiði að hafa uppi á börnum sem komast ekki á barnvænu svæðin. Nú fá þúsund börn reglulegar heimsóknir frá teyminu sem veitir þeim andlega aðstoð og býður þeim upp á frístundir og menntun. Þá er börnunum og fjölskyldum þeirra úthlutað fötum, mat og skólagögnum.

Árið 2014 settu SOS Barnaþorpin einnig á laggirnar skammtímaheimili fyrir börn án foreldrafylgdar og í dag búa yfir 200 börn á tveimur slíkum heimilum. Þar hafa börnin aðgang að heilbrigðisaðstoð, menntun og sálfræðiaðstoð ásamt því að hafa möguleika á að stunda frístundir og fara á námskeið á vegum SOS. Á meðan börnin búa á upptökuheimilunum reyna starfsmenn SOS að hafa uppi á fjölskyldum þeirra eða ættingjum. Ef það tekst ekki eru önnur úrræði athuguð, til að mynda framtíðarheimili í SOS Barnaþorpi. Á þessu ári hafa 62 börn sameinast fjölskyldum sínum eftir dvöl á skammtímaheimili SOS.

SOS Barnaþorpin hafa sett af stað neyðaraðstoð með því markmiði að aðstoða flóttafólk í Evrópu en mikill fjöldi flóttamanna kemur frá Sýrlandi. Samtökin leggja þá áherslu á aðstoð við flóttabörn án fylgdar foreldra. Hægt er að styðja við neyðaraðstoðina með því að hringja í síma 907-1001 (1.000 krónur) og í síma 907-1002 (2.000 krónur). Einnig er hægt að millifæra framlag á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með skýringunni: Flóttafólk.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...