Fréttayfirlit 3. október 2019

Svala færir sig yfir til Sanothimi



Svala Davíðsdóttir kvaddi í gær SOS barnaþorpið í Jorpati í Katmandú í Nepal. Hún vann þar við aðstoð í kennslustofu sem sjálfboðaliði í einn mánuð. Í Jorpati þorpinu búa fötluð börn sem eitt sinn voru umkomulaus en eiga nú ástríka SOS-fjölskyldu og heimili. Svala hefur leyft okkur hér heima á Íslandi að fylgjast með upplifun sinni á Instagram SOS Barnaþorpanna og gerir það áfram. Hún skrifaði eftirfarandi kveðju í gærkvöld.

Svala farin frá Jorpati

Kveðjustund 💛 Ekkert smá þakklát fyrir það tækifæri að hafa fengið að vera hluti af barnaþorpinu í Jorpati síðastliðinn mánuð og fyrir að hafa fengið að kynnast öllum þessum börnum sem öll eru svo yndisleg og einstök hvert á sinn hátt. Þorpið er fullt af frábæru og góðhjörtuðu fólki sem allt vilja fyrir börnin gera svo þeim líði sem allra best. 🧡 Takk fyrir mig Jorpati, ég mun sakna ykkar❤️

Næst er ferðinni heitið í barnaþorpið í Sanothimi👏🏼🏡

Hvet ykkur til þess að gerast styrktarforeldri á sos.is 👨‍👩‍👧‍👧

Kveðja, Svala

Svala farin frá Jorpati

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...