Fréttayfirlit 6. nóvember 2015

SOS móðir lést

SOS móðirin Elena Tomina var um borð í rússnesku farþegaþotunni sem hrapaði á Sinaí-skaga í Egyptalandi aðfaranótt 31. október síðastliðinn. Allir 224 farþegar vélarinnar létust.

Elena hafði tileinkað líf sitt munaðarlausum og yfirgefnum börnum en hún var SOS móðir fimm barna í SOS Barnaþorpinu í Pushkin í Rússlandi. Börnin komu öll í þorpið í sumar og því var vegferð fjölskyldunnar rétt að hefjast. Um er að ræða fjórar stúlkur og einn dreng sem öll syrgja nú móður sína.

SOS á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda Elenu í Rússlandi.

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...