SOS móðir lést
SOS móðirin Elena Tomina var um borð í rússnesku farþegaþotunni sem hrapaði á Sinaí-skaga í Egyptalandi aðfaranótt 31. október síðastliðinn. Allir 224 farþegar vélarinnar létust.
Elena hafði tileinkað líf sitt munaðarlausum og yfirgefnum börnum en hún var SOS móðir fimm barna í SOS Barnaþorpinu í Pushkin í Rússlandi. Börnin komu öll í þorpið í sumar og því var vegferð fjölskyldunnar rétt að hefjast. Um er að ræða fjórar stúlkur og einn dreng sem öll syrgja nú móður sína.
SOS á Íslandi senda samúðarkveðjur til aðstandenda Elenu í Rússlandi.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...