Fréttayfirlit 3. september 2018

SOS fjölnotapokar í stað plastpoka

Nú er árvekniátakið plastlaus september og af því tilefni viljum við minna á fjölnota pokana sem eru til sölu hjá SOS Barnaþorpunum. Það er tilvalið að taka SOS-pokana með út í búð og sleppa plastpokunum. Pokarnir eru til í tveimur litum, brúnum og hvítum. Þegar þú kaupir fjölnota poka frá okkur leggur þú góðu málefni lið og átt þátt í að bæta hag umkomulausra barna sem eru í umsjá SOS Barnaþorpanna.

Pokinnn kostar 1.000 krónur og er hægt að panta hér á heimasíðunni okkar, vefverslun, koma við á skrifstofunni okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi eða hringja í okkur í síma 5642910.

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...