Fréttayfirlit 3. september 2018

SOS fjölnotapokar í stað plastpoka

Nú er árvekniátakið plastlaus september og af því tilefni viljum við minna á fjölnota pokana sem eru til sölu hjá SOS Barnaþorpunum. Það er tilvalið að taka SOS-pokana með út í búð og sleppa plastpokunum. Pokarnir eru til í tveimur litum, brúnum og hvítum. Þegar þú kaupir fjölnota poka frá okkur leggur þú góðu málefni lið og átt þátt í að bæta hag umkomulausra barna sem eru í umsjá SOS Barnaþorpanna.

Pokinnn kostar 1.000 krónur og er hægt að panta hér á heimasíðunni okkar, vefverslun, koma við á skrifstofunni okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi eða hringja í okkur í síma 5642910.

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...