Fréttayfirlit 16. júlí 2016

SOS Barnaþorpin taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar fatlaðra barna

Heimilið Lieu de Vie er staðsett í nágrenni við Casablanca í Marokkó. Heimilið býður upp á daggæslu sem og varanlegt heimili fyrir börn og ungmenni sem þurfa á aðstoð að halda vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar. Í dag eru þar 36 börn og ungt fólk á aldrinum 13-35 ára.

Meginmarkmið heimilisins er að gefa börnum með sérstakar þarfir öruggt umhverfi og persónulega aðstoð, gefa þeim kost á að alast upp með reisn og viðurkenningu frá nærsamfélaginu og gefa þeim menntun, þjálfa þau í því sem þau hafa hæfileika til og, þegar völ er á, undirbúa þau undir atvinnuþátttöku.

Á heimilinu er boðið upp á alls kyns tómstundastarf. Mikil áhersla er lögð á sköpun og hreyfingu, og er þátttakendum boðið upp á listnám, tónlistarnám og íþróttaiðkun. Einnig er boðið upp á verknám og sálfræðiaðstoð.

Framlög til SOS Barnaþorpanna í Reykjavíkurmaraþoni í ár renna óskipt til uppbyggingar á íþróttastarfi innan Lieu de Vie. Þessa dagana er lögð áhersla á að tryggja áframhaldandi sundkennslu fyrir börnin á heimilinu. Sundkennslan er afar mikilvæg til að þjálfa líkamlega hæfni og samhæfingu barnanna, og aðstoða þau við stjórnun á andlegum kvillum á við kvíða.

SOS Barnaþorpin inn á hlaupastyrkur.is

Íbúar Lieu de Vie taka þátt í landskeppni Ólympíuleika fatlaðra

Sungið í Lieu de Vie

Börn í Lieu de Vie

Í Lieu de Vie er boðið upp á ýmist verknám

Tónlistargaman í Lieu de Vie

Íbúar Lieu de Vie

Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
16. maí 2023 Almennar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
12. maí 2023 Almennar fréttir

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja.