Fréttayfirlit 16. júlí 2016

SOS Barnaþorpin taka þátt í Reykjavíkurmaraþoni til styrktar fatlaðra barna

Heimilið Lieu de Vie er staðsett í nágrenni við Casablanca í Marokkó. Heimilið býður upp á daggæslu sem og varanlegt heimili fyrir börn og ungmenni sem þurfa á aðstoð að halda vegna andlegrar og/eða líkamlegrar fötlunar. Í dag eru þar 36 börn og ungt fólk á aldrinum 13-35 ára.

Meginmarkmið heimilisins er að gefa börnum með sérstakar þarfir öruggt umhverfi og persónulega aðstoð, gefa þeim kost á að alast upp með reisn og viðurkenningu frá nærsamfélaginu og gefa þeim menntun, þjálfa þau í því sem þau hafa hæfileika til og, þegar völ er á, undirbúa þau undir atvinnuþátttöku.

Á heimilinu er boðið upp á alls kyns tómstundastarf. Mikil áhersla er lögð á sköpun og hreyfingu, og er þátttakendum boðið upp á listnám, tónlistarnám og íþróttaiðkun. Einnig er boðið upp á verknám og sálfræðiaðstoð.

Framlög til SOS Barnaþorpanna í Reykjavíkurmaraþoni í ár renna óskipt til uppbyggingar á íþróttastarfi innan Lieu de Vie. Þessa dagana er lögð áhersla á að tryggja áframhaldandi sundkennslu fyrir börnin á heimilinu. Sundkennslan er afar mikilvæg til að þjálfa líkamlega hæfni og samhæfingu barnanna, og aðstoða þau við stjórnun á andlegum kvillum á við kvíða.

SOS Barnaþorpin inn á hlaupastyrkur.is

Íbúar Lieu de Vie taka þátt í landskeppni Ólympíuleika fatlaðra

Sungið í Lieu de Vie

Börn í Lieu de Vie

Í Lieu de Vie er boðið upp á ýmist verknám

Tónlistargaman í Lieu de Vie

Íbúar Lieu de Vie

Nýlegar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
13. sep. 2024 Almennar fréttir

SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu

Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.