SOS Barnaþorpin sækja börn til Madaya
SOS Barnaþorpin og sýrlenski Rauði krossinn hafa tekið höndum saman og munu sækja verst settu börnin í þorpinu Madaya í Sýrlandi á næstu dögum. Í síðustu viku veittu sýrlensk stjórnvöld heimild til flutnings hjálpargagna til þorpsins en nú hafa SOS Barnaþorpin einnig fengið leyfi til að flytja illa stödd börn í búðir samtakanna í Damaskus. Íbúar Madaya hafa verið innikróaðir í hálft ár vegna umsáturs stjórnarhersins og ekki fengið neina aðstoð síðan í október en fjöldi barna hefur misst foreldra sína og búa við afar bágar aðstæður.
Þegar börnunum hefur verið komið í skjól verða þarfir þeirra greindar enn frekar og þeim útveguð viðeigandi aðstoð . Ekki er ljóst hversu mörg börn verða sótt úr bænum eða hversu langan tíma aðgerðin mun taka.
Samtökin eru þá vongóð um að einnig verði hægt að sækja verst settu börnin í tveimur þorpum í Idlib-héraði í norðurhluta landsins, Foah og Kefraya, þar sem ástandið er mjög slæmt. Uppreisnarmenn hafa setið um þau þorp síðan í mars á liðnu ári en talið er að yfir 400 þúsund manns séu innikróuð í sýrlensku þorpunum þremur.
Nýlegar fréttir
SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.