Fréttayfirlit 9. desember 2022

Sjónvarpsþátturinn um Rúrik og Jóa í Malaví nú opinn öllum

Sjónvarpsþátturinn um Rúrik og Jóa í Malaví nú opinn öllum

Sjónvarpsþátturinn Rúrik og Jói í Malaví hefur nú verið gerður aðgengilegur almenningi á Youtube síðu SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Þátturinn var frumsýndur í Sjónvarpi Símans um páskana.

Rúrik Gíslason, velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, og mágur hans Jóhannes Ásbjörnsson, heimsækja styrktarbörn sín í SOS barnaþorp í Malaví. Á leiðinni í barnaþorpið ferðast þeir um Malaví, eitt fátækasta land í heimi, og lenda í aðstæðum sem þeir höfðu aldrei geta ímyndað sér enda báðir að fara til Afríku í fyrsta sinn. Áhrifamikil og fræðandi ferðasaga.

Þáttinn má sjá hér fyrir neðan.

Þátturinn er einnig aðgengilegur með enskum texta hér. The program is also available with English subtitles.

Rúrik hitti styrktarson sinn Blessings í SOS barnaþorpinu í Ngabu. Rúrik hitti styrktarson sinn Blessings í SOS barnaþorpinu í Ngabu.
Jói hitti styrktardóttur sína, Lines, 5 ára. Jói hitti styrktardóttur sína, Lines, 5 ára.

Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
16. maí 2023 Almennar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
12. maí 2023 Almennar fréttir

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja.