Fréttayfirlit 24. janúar 2017

Seldu egg til styrktar SOS

Tvær ungar stúlkur gengu í hús í Eyjafjarðarsveit, þar sem þær búa, á dögunum og seldu egg til styrktar SOS Barnaþorpunum. Stúlkurnar heita Hekla Sólveig Magnúsdóttir, 10 ára, og Ronja Sif Björk, 8 ára. Þær seldu eggin gegn frjálsum framlögum en alls söfnuðust um tíu þúsund krónur.

Fjölskylda annarrar stúlkunnar heldur hænur þannig að eggin koma frá hamingjusömum hænum. Um er að ræða sex hænur og einn hana sem komu til fjölskyldunnar í sumar og hafa síðan fært henni um fjögur til sex egg á dag. Hænurnar heita Gulla, Lóa, Krumma, Kata, Babúska og Snæhvít en haninn heitir Jussi. Við þökkum þeim, og stúlkunum, kærlega fyrir stuðninginn!

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...