Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna
Skrifstofu SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur borist fjöldi fyrirspurna frá SOS-foreldrum um hvort óhætt sé að senda bréf eða pakka til styrktarbarna sinna. SOS ráðleggur eindregið frá því að senda slíkar sendingar því ekki er hægt að tryggja að þær komist á leiðarenda um þessar mundir.
Samgöngutakmarkanir víða um heim vegna heimsfaraldursins koma m.a. niður á póstþjónustu og því miður eru mörg dæmi um að bréf og pakkar skili sér ekki til barnaþorpanna eða þá að mjög miklar tafir verði á póstsendingum.
Kjósi styrktarforeldrar engu að síður að taka áhættuna mælumst við með því að þeir setji ekki mikil verðmæti í póstsendinguna.
Við höldum áfram að fylgjast með þróun á þessum málum og munum upplýsa styrktarforeldra þegar ástandið batnar.
Innilegar þakkir fyrir stuðninginn.
Sjá einnig:
Nýlegar fréttir
Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...