Fréttayfirlit 1. febrúar 2021

Ráðlagt að senda ekki bréf eða pakka til barnanna



Skrifstofu SOS Barnaþorpanna á Íslandi hefur borist fjöldi fyrirspurna frá SOS-foreldrum um hvort óhætt sé að senda bréf eða pakka til styrktarbarna sinna. SOS ráðleggur eindregið frá því að senda slíkar sendingar því ekki er hægt að tryggja að þær komist á leiðarenda um þessar mundir.

Samgöngutakmarkanir víða um heim vegna heimsfaraldursins koma m.a. niður á póstþjónustu og því miður eru mörg dæmi um að bréf og pakkar skili sér ekki til barnaþorpanna eða þá að mjög miklar tafir verði á póstsendingum.

Kjósi styrktarforeldrar engu að síður að taka áhættuna mælumst við með því að þeir setji ekki mikil verðmæti í póstsendinguna.

Við höldum áfram að fylgjast með þróun á þessum málum og munum upplýsa styrktarforeldra þegar ástandið batnar.

Innilegar þakkir fyrir stuðninginn.

Sjá einnig:

Áhrif faraldursins á styrktaraðila SOS

Bréfin um börnin loks að berast styrktarforeldrum

Nýlegar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.