Fréttayfirlit 22. janúar 2021

Bréfin um börnin loks að berast styrktarforeldrum

Bréfin um börnin loks að berast styrktarforeldrum

Marga styrktarforeldra er eflaust farið að lengja eftir fréttum af styrktarbörnum sínum en biðin fer nú loks að taka enda. Bréfin eru þegar farin að berast inn um lúguna en einhverjir gætu þurft að bíða út febrúarmánuð þó það verði frekar óalgengt.

Af þessu tilefni viljum við ítreka upplýsingar frá okkur þess efnis að á síðasta ári þurftu SOS Barnaþorpin að víxla sumar- og vetrarbréfunum vegna heimsfaraldursins. Hömlur á heimsóknum í barnaþorpin vegna sóttvarnaraðgerða gerðu starfsfólki SOS erfiðara fyrir með að safna upplýsingum um börnin og kom það niður á þessari þjónustu við styrktarforeldra. Þeir sem lengst hafa beðið hafa því ekki fengið fréttir af styrktarbarninu sínu síðan 2019.

Vetrarbréfin á rafrænu formi

Vegna Covid-19 hefur póstþjónusta víða um heim verið í lamasessi og þar af leiðandi hafa margir styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir heldur ekki fengið vetrarbréfin sem innihalda almennar fréttir úr barnaþorpinu. Þess vegna hafa þessi bréf verið gerð aðgengileg á rafrænu formi hér. Vetrarbréfin fóru í dreifingu sl. sumar af fyrrgreindri ástæðu.

Þegar þú smellir á VETRARBRÉFIN Á RAFRÆNU FORMI í græna kassanum hér fyrir neðan geturðu nálgast vetrarbréfið frá barnaþorpinu þínu. Þú byrjar á að leita eftir landinu sem þorpið er í. ATHUGIÐ að í vetrarbréfinu að þessu sinni eru almennar fréttir úr barnaþorpinu en einstaklingsmiðaðar fréttir af styrktarbarni þínu eru í sumarbréfinu sem þessa dagana er að berast styrktarforeldrum.

VETRARBRÉFIN Á RAFRÆNU FORMI

Áhrif Covid-19 á styrktaraðila SOS

Við viljum einnig ítreka að Covid-19 hefur önnur smávægileg áhrif á styrktarforeldra og barnaþorpsvini eins og greint var frá í þessari frétt á síðasta ári.

Við þökkum ykkur kærlega fyrir stuðninginn og skilninginn.

Nýlegar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu
23. apr. 2024 Almennar fréttir

Á þriðja tug milljóna króna til SOS í Palestínu

SOS Barnaþorpin á Íslandi senda á næstu dögum tíu milljónir króna til SOS í Palestínu vegna neyðaraðgerða á Gaza. Rúmar átta milljónir króna hafa safnast í söfnun SOS á Íslandi sem hófst í febrúar og ...

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...