Tilkynning vegna sumarbréfs 2020
Kæru styrktarforeldrar og barnaþorpsvinir!
Það hefur reynst starfsfólki SOS Barnaþorpanna um heim allan mikil áskorun að senda sumarbréfin til ykkar á þessu ári. Vegna kórónuveirufaraldursins er póstþjónusta víða í lamasessi. Einhverjir styrktarðilar hafa fengið sumarbréfin en aðrir ekki.
Okkur finnst alltaf mikilvægt að þú hafir aðgang að fréttum og upplýsingum frá barnaþorpinu sem þú styrkir eða styrkir barn í. Því hafa þessi bréf nú verið gerð aðgengileg á rafrænu formi fyrir styrktaraðila á heimasíðu alþjóðasamtaka SOS Barnaþorpanna.
Á heimskortinu smellir þú á viðeigandi heimsálfu og land og finnur þar þitt barnaþorp til að opna sumarbréfið til þín. ATHUGIÐ að í sumarbréfinu í ár eru almennar fréttir úr barnaþorpinu en einstaklingsmiðaðar fréttir af styrktarbarni þínu verða í jólabréfinu.
Kæru styrktarforeldrar! Covid-19 heimsfaraldurinn hefur líka önnur smávægileg áhrif á starfsemina sem snertir ykkur og því tengt minnum við á frétt á heimasíðu okkar frá 3. apríl sl.
Breytingar hafa smávægileg áhrif á styrktaraðila
Kærar þakkir fyrir fyrir að vera með okkur á þessum erfiðu tímum. Við vonum að þú njótir þess að lesa um hvernig stuðningur þinn skiptir máli - meira nú en nokkru sinni fyrr.
Með kærri kveðju,
starfsfólk SOS Barnaþorpanna á Íslandi
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...