Breytingar hafa smávægileg áhrif á styrktaraðila
Covid-19 heimsfaraldurinn kemur að einhverju leyti niður á starfsemi SOS Barnaþorpanna um allan heim. Við viljum af því tilefni upplýsa þig um mögulegar breytingar sem þú gætir fundið fyrir í þjónustu okkar við þig á næstu mánuðum. Samtökin þurfa að gera ýmsar breytingar sem eru þó aðeins tímabundnar og við munum kappkosta við að láta þig finna sem minnst fyrir þeim.
Eftirfarandi biðjum við þig um að hafa í huga.
1 Ekki senda bréf eða pakka
Styrktarforeldrar eru hvattir til að bíða með að senda bréf eða pakka til barnanna. Ekki er hægt að tryggja að þessar sendingar komist á leiðarenda í núverandi ástandi.
2 Engar heimsóknir í barnaþorp
Allar heimsóknir eru bannaðar í SOS barnaþorp næstu mánuðina. Styrktarforeldrar skulu því bíða með að skipuleggja slíkar ferðir þangað til aðstæður breytast.
3 Bréf til styrktarforeldra og þorpsvina
Möguleiki er á að bréfasendingarnar frá barnaþorpunum til styrktaraðila riðlist aðeins til í einstaka tilfellum á þessu ári. Á meðan hömlur eru á heimsóknum í barnaþorpin er erfiðara að safna upplýsingum um börnin til að deila með þér.
4 Nýir styrktarforeldrar
Nýir styrktarforeldrar fá áfram upplýsingamöppu með mynd og upplýsingum um þeirra styrktarbarn. Á því verður engin breyting.
5 Við erum til staðar fyrir þig
Hafirðu einhverjar spurningar er þér velkomið að hafa samband við okkur. Ef þú lendir í fjárhagsvandræðum en vilt halda áfram að styðja við börnin þá viljum við endilega heyra frá þér og skoða hvernig við getum komið til móts við þig á þessum erfiðu tímum.
- Tölvupóstur: sos@sos.is
Facebook messenger
Spjallgluggi á heimasíðu
Sími: 564 2910
Skrifstofutími SOS Barnaþorpanna á Íslandi er sem hér segir:
9-16 mánudaga til fimmtudaga
9-13 föstudaga
Lokað um helgar.
Öllum skilaboðum er svarað við fyrsta tækifæri.
Að lokum viljum við þakka þér innilega fyrir stuðninginn við munaðarlaus og yfirgefin börn. Hann hefur sjaldan verið mikilvægari en nú.
Nýlegar fréttir
Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...
Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.