Fréttayfirlit 30. ágúst 2021

Peningagjöf eykur framtíðarmöguleika styrktarbarnsins

Peningagjöf eykur framtíðarmöguleika styrktarbarnsins

Framtíðarreikningur SOS Barnaþorpanna er frábær leið til að auka möguleika styrktarbarns þíns í framtíðinni. Þær peningagjafir sem lagðar eru inn á þennan reikning fara óskiptar til viðkomandi barns. SOS barnið fær sjóðinn afhentan þegar það yfirgefur þorpið og fer að standa á eigin fótum. Algengt er að sjóðurinn nýtist til íbúðarkaupa eða fjármögnunar á frekara námi.

Styrktarforeldrar ráða sjálfir peningaupphæðinni hverju sinni. Einfaldast er að greiða inn á framtíðarreikninginn á Mínum síðum hér á heimasíðunni okkar.

Einnig er hægt að leggja beint inn á reikninginn.

Framtíðarreikningur SOS: 0334-26-51092
Kennitala: 500289-2529

Nóg er að kennitala styrktarforeldris komi fram í greiðslunni svo peningagjöfin berist á barninu/ungmenninu. Þegar styrktarbarni er gefin peningagjöf fær styrktarforeldri sent þakkarbréf þar sem staðfest er að gjöfin hafi borist.

Þetta nýta sér fjölmargir styrktarforeldrar og hvetjum ykkur eindregið til þess að auka framtíðarmöguleika ykkar styrktarbarns með þessum hætti.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...