Fréttayfirlit 16. júní 2020

Opnuðu útisnyrtistofu og söfnuðu fyrir SOS

Við fengum heldur betur ánægjulega heimsókn á skrifstofuna okkar í gær. Hingað komu tvær 6 ára dömur, Hildur og Antonía, með 5.500 krónur sem þær söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin. Þær settu á laggirnar snyrtistofu úti í garði heima hjá annarri þeirra í Hlíðahverfinu í Reykjavík og máluðu og naglalökkuðu konur í hverfinu sem greiddu 500 krónur fyrir snyrtinguna.

„Við bönkuðum upp á hjá fólki, sögðum að við hefðum verið að opna snyrtistofu og spurðum hvort þau vildu koma," sagði Antonía sem hefur þó ekki sett stefnuna á snyrtifræði í framtíðinni. „Ég ætla að verða atvinnumaður í fótbolta og hárgreiðslukona. Eða flugmaður eins og pabbi."

Við þökkum hinum hugmyndaríku Hildi og Antoníu kærlega fyrir að hugsa svona hlýtt til barna í erfiðum aðstæðum úti í heimi. Framlagi þeirra verður varið í Fjölskyldueflingu SOS á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu sem Fjölskylduvinir SOS á Íslandi fjármagna.

GERAST SOS-FJÖLSKYLDUVINUR

Hildur og Antonía

Hildur og Antonía með peninginn sem þær söfnuðu

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.