Fréttayfirlit 16. júní 2020

Opnuðu útisnyrtistofu og söfnuðu fyrir SOS



Við fengum heldur betur ánægjulega heimsókn á skrifstofuna okkar í gær. Hingað komu tvær 6 ára dömur, Hildur og Antonía, með 5.500 krónur sem þær söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin. Þær settu á laggirnar snyrtistofu úti í garði heima hjá annarri þeirra í Hlíðahverfinu í Reykjavík og máluðu og naglalökkuðu konur í hverfinu sem greiddu 500 krónur fyrir snyrtinguna.

„Við bönkuðum upp á hjá fólki, sögðum að við hefðum verið að opna snyrtistofu og spurðum hvort þau vildu koma," sagði Antonía sem hefur þó ekki sett stefnuna á snyrtifræði í framtíðinni. „Ég ætla að verða atvinnumaður í fótbolta og hárgreiðslukona. Eða flugmaður eins og pabbi."

Við þökkum hinum hugmyndaríku Hildi og Antoníu kærlega fyrir að hugsa svona hlýtt til barna í erfiðum aðstæðum úti í heimi. Framlagi þeirra verður varið í Fjölskyldueflingu SOS á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu sem Fjölskylduvinir SOS á Íslandi fjármagna.

GERAST SOS-FJÖLSKYLDUVINUR

Hildur og Antonía

Hildur og Antonía með peninginn sem þær söfnuðu

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...