Fréttayfirlit 16. júní 2020

Opnuðu útisnyrtistofu og söfnuðu fyrir SOS



Við fengum heldur betur ánægjulega heimsókn á skrifstofuna okkar í gær. Hingað komu tvær 6 ára dömur, Hildur og Antonía, með 5.500 krónur sem þær söfnuðu fyrir SOS Barnaþorpin. Þær settu á laggirnar snyrtistofu úti í garði heima hjá annarri þeirra í Hlíðahverfinu í Reykjavík og máluðu og naglalökkuðu konur í hverfinu sem greiddu 500 krónur fyrir snyrtinguna.

„Við bönkuðum upp á hjá fólki, sögðum að við hefðum verið að opna snyrtistofu og spurðum hvort þau vildu koma," sagði Antonía sem hefur þó ekki sett stefnuna á snyrtifræði í framtíðinni. „Ég ætla að verða atvinnumaður í fótbolta og hárgreiðslukona. Eða flugmaður eins og pabbi."

Við þökkum hinum hugmyndaríku Hildi og Antoníu kærlega fyrir að hugsa svona hlýtt til barna í erfiðum aðstæðum úti í heimi. Framlagi þeirra verður varið í Fjölskyldueflingu SOS á Tulu Moye svæðinu í Eþíópíu sem Fjölskylduvinir SOS á Íslandi fjármagna.

GERAST SOS-FJÖLSKYLDUVINUR

Hildur og Antonía

Hildur og Antonía með peninginn sem þær söfnuðu

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
11. sep. 2025 Almennar fréttir

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza

SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.