Fréttayfirlit 9. maí 2018

Nýtt SOS-barnaþorp í Sýrlandi



SOS í Sýrlandi hefur opnað nýtt barnaþorp í höfuðborginni Damaskus því þar er mikil þörf á fjölbreyttari hjálparúrræðum fyrir umkomulaus börn. Í þorpinu er pláss fyrir 80 börn í tíu íbúðum og eru SOS-barnaþorpin nú orðin tvö í borginni.

Þorpið sem staðsett er í suðvestur hluta borgarinnar var vígt í október sl. og eru fyrstu fjölskyldurnar þegar fluttar inn. Það léttir til með öðrum SOS barnaþorpum í nágrenninu í þessu stríðshrjáða landi. Hitt SOS-þorpið í borginni var opnað fyrir 37 árum og var orðið yfirfullt.

Á öruggasta svæðinu í Sýrlandi

„Þorpið er 16 km frá miðborginni, nálægt landamærunum að Líbanon, á einu af öruggustu svæðum Sýrlands. Öryggi barnanna er í algerum forgangi.“ segir framkvæmdastjóri þorpsins, Ghufran Awera.

Eldra SOS-þorpið í Damaskus var opnað árið 1981 og þorpið í Aleppo árið 1998. Það síðarnefnda var yfirgefið árið 2012 og börnin flutt til Damaskus. Þar búa börnin í vinalegu umhverfi og fá stuðning við nám. Þetta eru bæði munaðarlaus börn og börn sem bíða eftir að geta sameinast fjölskyldum sínum á ný. Þriðja þorpið í Sýrlandi er í Tartous.

25 þúsund Íslendingar styrkja SOS

SOS Barnaþorpin starfa í 135 löndum og í dag búa tæplega 90 þúsund börn og unglingar í yfir 570 SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Yfir 25 þúsund Íslendingar styrkja SOS barnaþorpin, meðal annars sem styrktarforeldrarbarnaþorpsvinir og fjöldskylduvinir.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...