Fréttayfirlit 9. maí 2018

Nýtt SOS-barnaþorp í Sýrlandi



SOS í Sýrlandi hefur opnað nýtt barnaþorp í höfuðborginni Damaskus því þar er mikil þörf á fjölbreyttari hjálparúrræðum fyrir umkomulaus börn. Í þorpinu er pláss fyrir 80 börn í tíu íbúðum og eru SOS-barnaþorpin nú orðin tvö í borginni.

Þorpið sem staðsett er í suðvestur hluta borgarinnar var vígt í október sl. og eru fyrstu fjölskyldurnar þegar fluttar inn. Það léttir til með öðrum SOS barnaþorpum í nágrenninu í þessu stríðshrjáða landi. Hitt SOS-þorpið í borginni var opnað fyrir 37 árum og var orðið yfirfullt.

Á öruggasta svæðinu í Sýrlandi

„Þorpið er 16 km frá miðborginni, nálægt landamærunum að Líbanon, á einu af öruggustu svæðum Sýrlands. Öryggi barnanna er í algerum forgangi.“ segir framkvæmdastjóri þorpsins, Ghufran Awera.

Eldra SOS-þorpið í Damaskus var opnað árið 1981 og þorpið í Aleppo árið 1998. Það síðarnefnda var yfirgefið árið 2012 og börnin flutt til Damaskus. Þar búa börnin í vinalegu umhverfi og fá stuðning við nám. Þetta eru bæði munaðarlaus börn og börn sem bíða eftir að geta sameinast fjölskyldum sínum á ný. Þriðja þorpið í Sýrlandi er í Tartous.

25 þúsund Íslendingar styrkja SOS

SOS Barnaþorpin starfa í 135 löndum og í dag búa tæplega 90 þúsund börn og unglingar í yfir 570 SOS barnaþorpum víðsvegar um heiminn. Yfir 25 þúsund Íslendingar styrkja SOS barnaþorpin, meðal annars sem styrktarforeldrarbarnaþorpsvinir og fjöldskylduvinir.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...