Nýtt fréttablað SOS komið út
Nýjasta fréttablað SOS Barnaþorpanna er nú komið út og er í póstdreifingu til styrktaraðila. Það er líka hægt að skoða blaðið og hlaða því niður í tölvuna eða símann rétt eins og öll önnur fréttablöðin okkar á hér á heimasíðunni.
Í blaðinu er m.a. ✔️viðtal við okkar ástsæla fréttamann Boga Ágústsson sem hefur verið SOS-styrktarforeldri drengs í Eþíópíu í 17 ár, ✔️viðtal við Keníamanninn Samburu sem ólst upp í barnaþorpi og kom hingað til lands í sumar, ✔️miðopnukort sem sýnir hvert framlög Íslendinga til SOS Barnaþorpanna voru send árið 2018.. og fleira og fleira fræðandi um starf samtakanna. Kærar þakkir fyrir stuðninginn og njótið blaðsins.
Nýlegar fréttir
SOS samfélagið á Gaza stanslaust í viðbragðsstöðu
Allt SOS samfélagið á Gaza er stanslaust í viðbragðsstöðu komi til rýmingar á tjaldbúðum SOS þar sem á annað hundrað manns halda til.
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.