Fréttayfirlit 7. desember 2020

Nýr SOS bolur frá Rúrik til styrktar SOS

Nýr SOS bolur frá Rúrik til styrktar SOS

Nú er kominn nýr SOS bolur í sölu hjá 66°Norður sem hannaður er af Rúrik Gíslasyni, velgjörðasendiherra SOS. Allur ágóði af sölu bolsins rennur til SOS Barnaþorpanna rétt eins og í fyrra. Þá seldist bolurinn upp og rann ágóðinn, 1,6 milljónir króna til SOS Barnaþorpanna.

Bolurinn er til sölu í vefverslun 66°Norður, HÉR.

„Markmiðin voru skýr. Bolurinn þurfti fyrst og fremst að vekja athygli á SOS barnaþorpum, vera flottur og höfða til allra aldurshópa. Og það er akkúrat það sem mér finnst að okkur hafi tekist virkilega vel til í hönnuninni á þessum bol ásamt því að hann er úr góðu efni og er þægilegur,“ segir Rúrik.

Í fyrra skilaði sala bolsins 1,6 milljónum króna til hjálparstarfs SOS meðal umkomulausra og nauðstaddra barna, m.a. barnungra fórnarlamba kynferðisofbeldis.

„Nýi bolurinn mun án efa klæða eigendur sína vel og sem fyrr, vera yfirlýsing viðkomandi um að honum sé ekki sama um bágstöddustu börn jarðar og að hann vilji lina þjáningar þeirra," segir Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS.

Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
16. maí 2023 Almennar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
12. maí 2023 Almennar fréttir

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja.