Nýju jólakortin komin í sölu
Tvö ný jólakort og tvö tækifæriskort hafa nú bæst við í sölu í vefversluninni á heimasíðunni okkar. Kortin eru að venju hönnuð fyrir SOS Barnaþorpin á Íslandi og er sala þeirra liður í fjáröflun fyrir samtökin. Verð á kort er kr. 400.-
Jólakortin heita Ugla og Stúlka og eru hönnuð af Alexöndru Martini.Þau eru með silfurfólíu í stærðinni 12x17 cm. Tækifæriskortin eru 13x13 cm, samsett verk úr akríl á tré eftir listakonuna Höddu Fjólu Reykdal.
Í vefversluninni eru einnig til sölu eldri jólakort, minningarkort og fjölnota pokar til styrktar SOS Barnaþorpunum. Hægt er að panta kortin í vefversluninni eða í síma 5642910. Einnig er hægt að líta við á skrifstofu okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi og kaupa kortin.
Nýlegar fréttir
Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.
Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...