Fréttayfirlit 13. nóvember 2018

Nýju jólakortin komin í sölu

Tvö ný jólakort og tvö tækifæriskort hafa nú bæst við í sölu í vefversluninni á heimasíðunni okkar. Kortin eru að venju hönnuð fyrir SOS Barnaþorpin á Íslandi og er sala þeirra liður í fjáröflun fyrir samtökin. Verð á kort er kr. 400.-

Jólakortin heita Ugla og Stúlka og eru hönnuð af Alexöndru Martini.Þau eru með silfurfólíu í stærðinni 12x17 cm. Tækifæriskortin eru 13x13 cm, samsett verk úr akríl á tré eftir listakonuna Höddu Fjólu Reykdal.

Í vefversluninni eru einnig til sölu eldri jólakort, minningarkort og fjölnota pokar til styrktar SOS Barnaþorpunum. Hægt er að panta kortin í vefversluninni eða í síma 5642910. Einnig er hægt að líta við á skrifstofu okkar í Hamraborg 1 í Kópavogi og kaupa kortin.

Jólakort.jpg

Tækifæriskort.jpg

Nýlegar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
12. sep. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Áhersla SOS Barnaþorpanna í framhaldi af hamförunum í Marokkó er á að hlúa að börnum og ungmennum sem hafa misst foreldra eða orðið viðskila við þá, vernda réttindi þeirra, halda fjölskyldum saman og ...

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta
9. sep. 2023 Almennar fréttir

10 milljónir til Marokkó í kjölfar skjálfta

SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að senda að lágmarki 10 milljónir króna til neyðarastoðar í Marokkó vegna jarðskjálftans sem reið þar yfir föstudagskvöldið 8. september. Íslendingum gefst kostu...