Neyðarsöfnun vegna hungursneyðar á Afríkuhorni
SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja 11 milljónir króna til neyðaraðgerða á Horni Afríku. Þar eru mestu þurrkar sem geisað hafa í 40 ár og vofir hungursneyð yfir. Af þessu tilefni hafa SOS Barnaþorpin hrundið af stað neyðarsöfnun fyrir börn og fjölskyldur þeirra á Horni Afríku. SOS Barnaþorpin hafa starfað þarna í tugi ára að velferð barna og fjölskyldna þeirra. Við erum þar enn og verðum þar áfram.
Sjá líka:
Börnin fá nokkur hrísgrjón á dag
Neyðaraðgerðir SOS
Í forgangi neyðaraðgerða SOS Barnaþorpanna er að mæta grunnþörfum fólksins svo koma megi í veg fyrir að fjölskyldur sundrist. Áhersla er einnig lögð á að sameina fjölskyldur sem þegar hafa sundrast og vernda börn fyrir vanrækslu og misnotkun og öðru ofbeldi. Bæði er gripið til aðgerða sem þörf er tafarlaust en einnig til lengri tíma litið. Verið er að stækka öll verkefni okkar á svæðinu og felur það m.a. í sér:
- Matvæli til fjölskyldna á vergangi
- Vatn, hreinlætisaðgerðir og heilbrigðisþjónustu
- Stuðningur við foreldra til viðhalda lífsviðurværi
Síðustu fjögur regntímabil hafa brugðist með þeim afleiðingum að yfir sjö milljónir búfjár hafa drepist og uppskera brugðist. Ástandið er sérstaklega slæmt í Sómalíu þar sem 90 prósent landsvæðis er að þorna upp og rambar landið á barmi hungursneyðar.
Vannæring vofir yfir milljónum barna
Aðgerðum er forgangsraðað með þeim markmiðum að bjarga lífi, draga úr mannlegri þjáningu og viðhalda mannlegri reisn barna sem eru ein á báti eða hafa orðið viðskila við foreldra. Óttast er að um 5,7 milljónir barna verði vannærðar á þessu ári og ef ástandið lagast ekki fljótlega muni sá fjöldi hækka upp í tæpar sjö milljónir barna.
Mannúðaraðstoð SOS Barnaþorpanna á staðnum er unnin í samstarfi við önnur alþjóðleg hjálparsamtök og tekur mið af þörfum hvers svæðis fyrir sig.
SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa ákveðið að leggja 11 milljónir króna til neyðaraðgerðanna.
Stríðið í Úkraínu gerir illt verra
Matarverð fer síhækkandi á þurrkasvæðunum, þá einna helst vegna skorts á uppskeru og hækkandi verðs á alþjóðamarkaði, m.a. vegna stríðsins í Úkraínu. Matarverð hefur mest hækkað í Eþíópíu eða um 66% sem gerir fátækustu fjölskyldunum ómögulegt að eiga fyrir lífsnauðsynjum.
Þú getur lagt þín lóð á vogarskálarnar með því taka þátt í neyðarsöfnuninni hér.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...