Fréttayfirlit 11. mars 2020

Kveðja vegna fráfalls eins af upphafsmönnum SOS á Íslandi

Garðar Ingvarsson var einn upphafsmanna að starfsemi SOS Barnaþorpanna á Íslandi fyrir rúmlega 30 árum síðan. Hann sat í stjórn samtakanna frá upphafi og studdi þau með ráðum og dáð alla tíð. Fyrir ekki svo löngu síðan ákvað Garðar að kominn væri tími til þess að stíga til hliðar og hleypa yngri kynslóðum að. Hann fór þó ekki langt, heldur tók samkvæmt boði þar um fúslega sæti í fulltrúaráði samtakanna og sat þar allt til dauðadags. 

Garðar mætti vel á alla fundi og samkomur sem komu starfsemi SOS Barnaþorpanna við og leit reglulega við á skrifstofu samtakanna, bæði til að greiða framlög og ekki síður til þess að spjalla við og hvetja starfsfólk. Hann var til dæmis búinn að boða komu sína á fund síðar í þessum mánuði, þrátt fyrir háan aldur og heilsubrest.

Sjálfur lagði hann mikið upp úr því að framlög hans væru ekki „eyrnamerkt“ einhverju sérstöku verkefni svo þau gætu nýst sem best til þess að mæta aðkallandi kostnaði við starfsemi samtakanna. Þá var hann ætíð duglegur að tala máli samtakanna á hverjum þeim vettvangi þar sem hann gat komið þessu hjartans máli sínu að og var ónískur á að veita góð ráð varðandi reksturinn og starfsemina alla.

Það reyndist SOS Barnaþorpunum mikill happafengur að hafa Garðar innanborðs og fyrir hönd allra þeirra munaðarlausu og yfirgefnu barna sem notið hafa stuðnings frá Íslandi í gegnum árin þökkum við honum kærlega fyrir stuðninginn og ánægjulega samfylgd. Fjölskyldu Garðars vottum við okkar dýpstu samúð. 

Starfsfólk og stjórn SOS Barnaþorpanna á Íslandi

Nýlegar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi
10. sep. 2024 Almennar fréttir

Laust starf: Þjónustu- og skrifstofufulltrúi

SOS Barnaþorpin leita að drífandi einstaklingi sem brennur fyrir mannúðarmál, nýtir sín í mannlegum samskiptum og er töluglöggur.

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla
5. sep. 2024 Almennar fréttir

Yfir 19 milljónir barna í Súdan ganga ekki í skóla

Framkvæmdastjóri SOS Barnaþorpanna í Súdan segir neyðarástandið í landinu eiga eftir að skilja eftir ör á sál landsmanna. Milljónir eru á flótta vegna borgarastríðs og daglega verða yfir hundrað manns...