Fréttayfirlit 4. október 2016

Hvernig er hægt að styrkja SOS í Sýrlandi?

Söfnunin okkar hefur fengið frábærar viðtökur og því erum við þakklát. Neyðin er gríðarleg í Sýrlandi og SOS hefur þörf á aðstoð, bæði vegna rýmingar barnaþorps samtakanna í Damaskus og vegna neyðaraðstoðar SOS í landinu.

Hægt er að fara þrjár leiðir til að styðja SOS í Sýrlandi.

Leið 1: Gerast barnaþorpsvinur fyrir SOS í Sýrlandi

Barnaþorpsvinir fyrir Sýrland styðja við börn á okkar vegum sem þurft hafa að flýja heimili sín í Aleppo og Damaskus með mánaðarlegu framlagi að upphæð kr. 3.250. Framlagið má greiða með korti eða með greiðsluseðli. Stuðningurinn fer í að greiða uppihald, öryggi og velferð barnanna.

Hér getur þú gerst Barnaþorpsvinur. Taktu vinsamlegast fram að þú óskir eftir Sýrlandi. Ef vilji er til að greiða aðra upphæð en 3.250 er hægt að taka það fram í umsókninni.

ATH I

Undir öllum eðlilegum kringumstæðum fá nýir Barnaþorpsvinir bréf frá barnaþorpinu sem þeir styðja og svo reglulega bréf þaðan. Eins og staðan er í dag getum við því miður ekki tryggt eðlilega upplýsingagjöf frá Sýrlandi en við ábyrgjumst þó að framlagið fari á réttan stað.

ATH II

Vegna stríðsátakanna í Sýrlandi höfum við þurft að flýja með börnin okkar (samtals 156 börn) úr barnaþorpunum okkar í Aleppo og Damaskus. Við getum ekki upplýst hvar börnin eru niðurkomin en áhersla er lögð á að þau búi við eins öruggar aðstæður og kostur er. Vegna þessara flutninga er kostnaður við umönnun þeirra mun meiri en annars.

Leið 2: Leggja framlag inn á reikning SOS Barnaþorpanna

Hægt er að leggja frjálst framlag inn á reikning 334-26-52075, kt. 500289-2529 með skýringunni Sýrland.
Það framlag fer til neyðaraðstoðar SOS í Sýrlandi.

SOS er starfandi í Aleppo, Damaskus og nærsamfélögum. Í Damaskus rekur SOS tímabundin heimili fyrir börn án fylgdar foreldra og stefnt er að opnun tveggja nýrra barnvænna svæða. Hægt er að lesa um neyðaraðstoð SOS í Aleppo hér.

Leið 3: Hringja í síma 907 1002

Með því að hringja í síma 907 1002 gefur þú 2.000 krónur til neyðaraðstoðar SOS í Sýrlandi.

Nýlegar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan
8. okt. 2024 Almennar fréttir

Kylfingar úr Oddi styrkja nauðstödd börn í Súdan

Þúsundir Íslendinga hafa lagt neyðarsöfnunum SOS Barnaþorpanna lið á árinu með smærri og stærri framlögum. Nú í október barst rausnarlegt framlag frá félagsskap nokkurra kylfinga í Golfklúbbnum Oddi, ...

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi
29. sep. 2024 Almennar fréttir

Sjáðu Eva Ruzu ræða við Sonam Gangsang um árin í SOS barnaþorpi

Íslenskum SOS-foreldrum gafst á dögunum tækifæri á að hitta Sonam Gangsang frá Tíbet sem ólst upp í barnaþorpi. Eva Ruza ræddi við Sonam og birtum við hér upptöku frá viðburðinum.