Fréttayfirlit 7. ágúst 2018

Hlaupið um allan heim fyrir SOS Barnaþorpin

Viltu láta gott af þér leiða einfaldlega með því að fara út að skokka? Til 24. október næstkomandi getur almenningur safnað pening fyrir SOS Barnaþorpin með því að hlaupa eða ganga. Allianz sem er alþjóðlegur styrktaraðili SOS Barnaþorpanna hefur undanfarin tvö ár staðið fyrir Allianz-heimshlaupinu og hefur starfsfólk fyrirtækisins safnað sem nemur 136 milljónum króna einfaldlega með því að ganga eða hlaupa.

Nú gefst almenningi einnig kostur á þátttöku í Allianz-heimshlaupinu í fyrsta sinn. Skráning fer fram á heimasíðu hlaupsins og þar ná þátttakendur í smáforritið Runtastic sem skráir niður vegalengd hvers og eins. Allianz greiðir svo SOS Barnaþorpunum fyrir hlaupna eða gengna kílómetra og í ár fara greiðslurnar í SOS-verkefni á Ítalíu, Chad, Sri Lanka, Bandaríkjunum og Brasilíu.

Við myllumerkið #AllianzWorldRun má sjá myndir frá hlaupurum heimshlaupsins víðsvegar um heiminn.

Nýlegar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS
16. maí 2023 Almennar fréttir

Sorgarmiðstöð hlýtur fjölskylduviðurkenningu SOS

Sorgarmiðstöð hlaut í gær fjölskylduviðurkenningu SOS Barnaþorpanna fyrir mikilvægt starf í þágu barnafjölskyldna á Íslandi. Forsetafrú og velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi, Eliza Reid, ...

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð
12. maí 2023 Almennar fréttir

SOS Barnaþorpin eru fyrirmyndafyrirtæki V.R. annað árið í röð

Annað árið í röð eru SOS Barnaþorpin á Íslandi meðal efstu fyrirtækja í vinnu­staða­könn­un V.R. og hljóta þar með titilinn Fyr­ir­mynd­ar­fyr­ir­tæki í flokki lít­illa fyr­ir­tækja.