Fréttayfirlit 17. janúar 2017

Góðgerðadagar FSu

Í byrjun októbermánaðar voru haldnir góðgerðadagar í Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Þeir voru haldnir til að safna fjármagni fyrir SOS Barnaþorpið í Jos í Nígeríu en þetta er í annað skipti sem skólinn safnar fyrir þorpið. 

Nemendur skólans tóku upp á ýmsu. Augabrúnir voru gæddar hinum ýmsu litum, gengið var í skólann frá Eyrarbakka og rennt sér á snjóþotu niður stiga skólans svo eitthvað sé nefnt.

Nemendurnir söfnuðu rúmum 300 þúsund krónum fyrir barnaþorpið í Jos. Annars vegar stóð nemendafélagið fyrir söfnun og hins vegar stóð frönskudeild skólans fyrir svokölluðu Frönskumaraþoni þar sem tekið var á móti framlögum.

SOS Barnaþorpin á Íslandi þakka nemendum FSu kærlega fyrir framlagið. 

Nýlegar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar
4. apr. 2024 Almennar fréttir

Að gefnu tilefni vegna Heru Bjarkar

Nokkuð hefur verið um það undanfarið að SOS Barnaþorpin á Íslandi fái skilaboð frá fólki sem lýsir vanþóknun sinni á samstarfi samtakanna við söngkonuna Heru Björk Þórhallsdóttur og þess jafnvel krafi...