Fréttayfirlit 8. maí 2019

Fréttablaði SOS dreift á öll heimili landsins

Fyrsta tölublað ársins 2019 af fréttablaðinu okkar er farið í drefingu og að þessu sinni er blaðinu dreift inn á öll heimili landsins í tilefni af 30 ára starfsafmæli SOS á Íslandi.

Í blaðinu kemur m.a. fram að yfir 73 þúsund Íslendingar hafa styrkt SOS Barnaþorpin á þessum 30 árum og yfir 21 þúsund börn í SOS barnaþorpum hafa átt íslenska styrktarforeldra. 

Einnig er frásögn af heimsókn framkvæmdastjóra og upplýsingafulltrúa SOS á Íslandi til Eþíópíu þar sem við hjálpum sárafátækum fjölskyldum til sjálfshjálpar með Fjölskyldueflingu SOS, - umfjöllun um styrktarleiðir SOS Barnaþorpanna, - frásögn styrktarforeldris af heimsókn í barnaþorp í Indlandi - og sýnt hvernig framlögum til SOS er ráðstafað.

En umfram allt, takk Íslendingar fyrir stuðninginn í 30 ár.

Rafræna útgáfu af blaðinu má nálgast hér

Forsíðan_1_2019.jpg

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...