Fréttayfirlit 26. september 2019

Framlög styrktarforeldra á Google korti



SOS-styrktarforeldrar og Barnaþorpsvinir geta séð á Google korti hér á heimasíðu SOS hvert framlög þeirra eru send og staðsetningar þeirra SOS barnaþorpa sem fá stuðning frá Íslandi.

SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja mikla áherslu á gagnsæi því við lítum svo á að styrktaraðilar eigi fullan rétt á að vita hvert og hvernig framlögum þeirra er ráðstafað. Heildarframlög Styrktarforeldra og Barnaþorpsvina árið 2018 voru 432 milljónir króna til barna og þorpa í 107 löndum.

Hægt er að skoða framlög eftir ártölum á kortinu sem sjá má hér. Hægt er að þysja inn á kortinu til að stækka landssvæðin og smella á viðkomandi þorp til að sjá upplýsingar um framlögin.

Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
19. ágú. 2025 Almennar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu

Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
24. júl. 2025 Almennar fréttir

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza

Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...