Framlög styrktarforeldra á Google korti
SOS-styrktarforeldrar og Barnaþorpsvinir geta séð á Google korti hér á heimasíðu SOS hvert framlög þeirra eru send og staðsetningar þeirra SOS barnaþorpa sem fá stuðning frá Íslandi.
SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja mikla áherslu á gagnsæi því við lítum svo á að styrktaraðilar eigi fullan rétt á að vita hvert og hvernig framlögum þeirra er ráðstafað. Heildarframlög Styrktarforeldra og Barnaþorpsvina árið 2018 voru 432 milljónir króna til barna og þorpa í 107 löndum.
Hægt er að skoða framlög eftir ártölum á kortinu sem sjá má hér. Hægt er að þysja inn á kortinu til að stækka landssvæðin og smella á viðkomandi þorp til að sjá upplýsingar um framlögin.
Nýlegar fréttir
Skrifstofa SOS lokuð milli jóla og nýárs
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna verður lokuð milli jóla og nýárs og við opnum aftur 2. janúar. Þurfirðu að koma á framfæri erindi til okkar bendum við á netfangið sos@sos.is og við svörum þér strax og sk...
Nýtt SOS blað komið út
Nýtt SOS blað kom út nú í desember og er það aðgengilegt öllum hér á heimasíðunni okkar. Forsíðuviðtalið er við Ambiku sem ólst upp í SOS barnaþorpi á Indlandi og komst í fréttir á Íslandi í sumar. Hé...