Framlög styrktarforeldra á Google korti
SOS-styrktarforeldrar og Barnaþorpsvinir geta séð á Google korti hér á heimasíðu SOS hvert framlög þeirra eru send og staðsetningar þeirra SOS barnaþorpa sem fá stuðning frá Íslandi.
SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja mikla áherslu á gagnsæi því við lítum svo á að styrktaraðilar eigi fullan rétt á að vita hvert og hvernig framlögum þeirra er ráðstafað. Heildarframlög Styrktarforeldra og Barnaþorpsvina árið 2018 voru 432 milljónir króna til barna og þorpa í 107 löndum.
Hægt er að skoða framlög eftir ártölum á kortinu sem sjá má hér. Hægt er að þysja inn á kortinu til að stækka landssvæðin og smella á viðkomandi þorp til að sjá upplýsingar um framlögin.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...