Framlög styrktarforeldra á Google korti
SOS-styrktarforeldrar og Barnaþorpsvinir geta séð á Google korti hér á heimasíðu SOS hvert framlög þeirra eru send og staðsetningar þeirra SOS barnaþorpa sem fá stuðning frá Íslandi.
SOS Barnaþorpin á Íslandi leggja mikla áherslu á gagnsæi því við lítum svo á að styrktaraðilar eigi fullan rétt á að vita hvert og hvernig framlögum þeirra er ráðstafað. Heildarframlög Styrktarforeldra og Barnaþorpsvina árið 2018 voru 432 milljónir króna til barna og þorpa í 107 löndum.
Hægt er að skoða framlög eftir ártölum á kortinu sem sjá má hér. Hægt er að þysja inn á kortinu til að stækka landssvæðin og smella á viðkomandi þorp til að sjá upplýsingar um framlögin.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.