Fréttayfirlit 8. ágúst 2016

Frá barnaþorpi í Simbabve yfir á Ólympíuleikanna í Ríó: Viðtal við Mavis Chirandu

Á miðvikudagskvöldið 3. ágúst spilaði Mavis Chirandu, sem ólst upp í Barnaþorpinu Bindura í Simbabve, sinn fyrsta fótboltaleik á Ólympíuleikunum í Ríó gegn Þýskalandi og var þar fulltrúi landsliðs Simbabve. Leikur númer tvö var síðastliðinn sunnudag gegn Kanada og þar gerði Mavis sér lítið fyrir og skoraði eina mark Simbabve í leiknum. Í viðtali við starfsmann SOS í Simbabve morguninn eftir keppnina gegn Þýskalandi sagði Mavis meðal annars  að bernskudraumar hennar væru að rætast.

Hvernig hvöttu SOS Barnaþorpin þig til að fylgja draumum þínum um að verða íþróttamaður?
Eddie Magosvongwe  (ungmennaleiðtogi í barnaþorpinu í Bindura) hvatti mig mikið. Hann sagði mér að gera ávalt mitt besta og að ég hefði mikla hæfileika. Eddie rekur SOS Oakland Queens fótboltaklúbbinn í þorpinu okkar í Bindura. Hann hvatti mig svo til að taka þátt í Weerams fótboltaklúbbnum í Harare.

Mannstu eftir einhverju sérstöku atviki eða sérstökum íþróttamanni sem hafði áhrif á þig í æsku?
Ég man eftir skemmtilegasta leiknum sem ég hef spilað. Það var Simbabve á móti Suður Afríku í Jóhannesarborg. Þrátt fyrir að hafa tapað leiknum 1-0 man ég eftir að hafa spilað svo vel að það lét mér líða eins og ég væri Christiano Ronaldo. [Mavis flissar]

 hvað er besta ráðið sem þú hefur fengið?
„Einbeittu þér að ferlinum þínum. Ekki láta stráka trufla þig“ – þetta sagði Eddie. Hann gaf mér nokkur „stóra-bróðursráð“

Mavis eftir að hafa skorað gegn KanadaHefur þú upplifað tímamót í lífinu, og ef svo er, hvað leiddi til þeirra?
Fyrsta tímamótaatvikið upplifði ég þegar ég var í Úrúgvæ sem hluti af landsliði Simbabve. Ég hugsaði með mér: já, þetta eru tímamót, ég er í alvöru deild núna. 

Hefur þér einhvern tíma langað til að gefast upp á fótboltanum?
Aldrei. Ekki einu sinni. Ég vissi að gæfist ég upp myndi ég missa það sem mér þykir vænst um.

Hvaða í æfingunum þínum gerir þú sem er lykillinn af velgengni þinni?
Ég tek æfingum alvarlega. Þegar ég er ekki að æfa með liðinu æfi ég sjálf. Ég fer í ræktina og stundum spila ég fótbolta með fólki úr hverfinu mínu.

Hvaða minningar úr lífshlaupi þínu hingað til standa upp úr?
Ég man eftir að skora gegn Lesótó og líka í leik á móti Sambíu. Sem miðjumaður fæ ég ekki oft tækifæri til að skora og þessi mörk létu mér líða frábærlega.

Hvað langar þig til að gera í framtíðinni?
Mig langar til dæmis til að ganga í flugher Simbabve og vinna þar við tölvur. Flugherinn er einnig með fótboltalið sem ég spila með. Ef möguleiki er á langar mig líka rosalega til að gerast atvinnumaður í fótbolta erlendis.

Hefurðu einhver ráð fyrir börn og ungt fólk?
Ráð mitt til annarra barna er að nýta hæfileikanna. Þú veist aldrei hvert hæfileikar þínir geta tekið þig. Til allra SOS-barna, munið að þið hafið svo marga hæfileika. Ekki bara sitja á þeim, notið þá.

 

Nú hefur Mavis skapað sér ný tímamót og líklega er hún komin með nýjan uppáhalds fótboltaleik. við munum að öllum líkindum heyra meira af Mavis á næstunni og óskum henni innilega til hamingju með árangurinn hingað til.

Nýlegar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS
15. maí 2024 Almennar fréttir

Ingibjörg og Anna Bjarney kjörnar í stjórn SOS

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna á Íslandi var haldinn mánudaginn 13. maí og urðu þá breytingar á stjórn samtakanna. Ingibjörg E. Garðarsdóttir og Anna Bjarney Sigurðardóttir voru kjörnar í stjórnina til ...

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn
14. maí 2024 Almennar fréttir

SOS eru einu samtökin eftir á Gaza sem taka að sér fylgdarlaus börn

Ástandið á Gaza er sérstaklega viðkvæmt núna og SOS Barnaþorpin eru einu hjálparsamtökin eftir á svæðinu sem taka að sér fylgdarlaus börn. Þessi frétt er uppfærð reglulega með nýjustu fréttum frá SOS ...