Fréttayfirlit 12. desember 2023

Eva Ruza er nýr velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna

Eva Ruza er nýr velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna

Eva Ruza Miljevic er nýr velgjörðasendiherra SOS Barnaþorpanna og tók hún formlega við hlutverkinu í dag, þriðjudaginn 12. desember klukkan 12. Fyrir í hópi sendiherra SOS voru Eliza Reid, Hera Björk Þórhallsdóttir og Rúrik Gíslason og bætist Eva í þennan glæsilega hóp.

„Eva Ruza er fjölhæfur og landsþekktur skemmtikraftur, eiginkona og tveggja barna móðir sem endurspeglar gildi SOS Barnaþorpanna um mikilvægi þess að ala börn upp í kærleiksríkri fjölskyldu. Hún kemur úr stórri og samheldinni fjölskyldu sem öll styrkir börn hjá SOS Barnaþorpunum,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS.

Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi, og Eva Ruza. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi, og Eva Ruza.

„Það er sannur heiður að taka við þessari útnefningu og því sem felst í því að vera velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna. Ég hef í mörg ár verið SOS-foreldri og á nú tvö börn úti í heimi sem eiga fallegt líf í SOS barnaþorpinu sínu, og því stendur þessi titill nálægt hjarta mínu. Ég hlakka til að halda áfram að deila þessu fallega starfi sem SOS Barnaþorpin vinna og vona að flestir taki eftir,“ sagði Eva við þetta tilefni þegar hún tók formlega við hlutverki sínu sem velgjörðasendiherra SOS.

Hera Björk hefur verið velgjörðasendiherra lengst eða síðan 2009, Eliza síðan 2016 og Rúrik síðan 2018.

Þakkir til Vilborgar Örnu

Um leið og við bjóðum Evu Ruzu velkomna í hópinn viljum við færa Vilborgu Örnu Gissurardóttur okkar einlægustu þakkir fyrir hennar framlag sem velgjörðasendiherra SOS. Við hjá SOS Barnaþorpunum erum stolt og þakklát Vilborgu fyrir þetta góða samstarf sem við áttum í slétt tíu ár eða síðan í lok árs 2013.

Velgjörðasendiherrar SOS starfa að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu. Þeir komu allir saman í dag og við tilefnið færðum við þeim lítinn þakklætisvott fyrir  óeigingjarnt starf í þágu SOS. Velgjörðasendiherrar SOS starfa að sjálfsögðu í sjálfboðavinnu. Þeir komu allir saman í dag og við tilefnið færðum við þeim lítinn þakklætisvott fyrir óeigingjarnt starf í þágu SOS.

SOS Children´s Villages eru stærstu óháðu hjálparsamtök heims sem einblína á börn án foreldraumsjár og ósjálfbjarga barnafjölskyldur. Samtökin hafa einnig frá stofnun árið 1949 sinnt almennu mannúðarstarfi, svo sem neyðar-, þróunaraðstoð og umbótaverkefnum, allt í þágu barna og velferðar þeirra.

Myndir: Friðrik Páll Schram

Nýlegar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi
26. jún. 2024 Almennar fréttir

843 krónur af hverju þúsund króna framlagi

Það skiptir okkur miklu máli að geta sýnt styrktaraðilum samtakanna hér á landi fram á lágan rekstrarkostnað og að sem stærstur mögulegur hluti framlaga þeirra skili sér í sjálft hjálparstarfið. Í árs...