Fréttayfirlit 10. september 2018

Rúrik Gíslason nýr sendiherra SOS

Rúrik Gíslason nýr sendiherra SOS

Rúrik Gíslason landsliðsmaður í fótbolta er nýr velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi og skrifaði hann undir samning þess efnis í dag. Með því vill Rúrik leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á starfi samtakanna sem útvega munaðarlausum og yfirgefnum börnum heimili og fjölskyldu.

Rúrik er þrítugur og á að baki 50 A-landsleiki í fótbolta fyrir Ísland. Hann slæst í hóp með fríðu föruneyti þriggja annarra velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi en fyrir í því teymi eru forsetafrúin Eliza Reid, söngkonan og fasteignasalinn Hera Björk Þórhallsdóttir og ævintýrakonan Vilborg Arna Gissurardóttir.

„Ég hlakka til að taka þátt í þessu frábæra starfi hjá SOS Barnaþorpunum og vekja athygli á samtökunum. Það er mér mikill heiður vera kominn í þetta samstarf.“ segir Rúrik.

Eliza, Rúrik og Hera. Á myndina vantar Vilborgu. Eliza, Rúrik og Hera. Á myndina vantar Vilborgu.

„Rúrik hefur áður látið sig góðgerðarmálefni varða og eftir að við leituðum til hans sýndi hann mikinn og einlægan áhuga á samstarfi við okkur. Það er okkur mikið gleðiefni að Rúrik hafi þegið boð okkar um að gerast SOS sendiherra.“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS Barnaþorpanna.

SOS Barnaþorpin eru barnahjálparsamtök sem reka 572 barnaþorp í 126 löndum. Í þeim eru um 90 þúsund börn sem fá öllum sínum grunnþörfum mætt og standa samtökin einnig fyrir fjölda annarra verkefna sem hjálpa sárafátækum barnafjölskyldum í nágrenni barnaþorpanna.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leit óvænt við og heiðraði okkur með nærveru sinni eftir undirskrift Rúriks á Hótel Hilton. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, leit óvænt við og heiðraði okkur með nærveru sinni eftir undirskrift Rúriks á Hótel Hilton.

Sendiherrarnir fjórir

Þrír af fjórum sendiherrum SOS Barnaþorpanna á Íslandi hittust af tilefni undirskriftar Rúriks í dag en Viborg Arna er stödd erlendis og gat því ekki mætt. Hera hefur lengst allra verið sendiherra samtakanna á Íslandi eða frá árinu 2009. Vilborg Arna gekk til liðs við okkur árið 2013 og Eliza árið 2016.

Við kunnum ráðstefnudeild Hilton bestu þakkir fyrir gestrisnina og lánið á þessari glæsilegu aðstöðu.

Nýlegar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins
25. júl. 2024 Almennar fréttir

Börnin aftur í skóla eftir átta mánaða hlé vegna stríðsins

Börnin 68 sem flutt voru frá SOS barnaþorpinu í Rafah á Gaza til barnaþorpsins í Bethlehem á Vesturbakkanum í mars sl. eru komin aftur í skóla. Vegna stríðsins féll skólaganga þeirra niður í átta mánu...

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið
3. júl. 2024 Almennar fréttir

Tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið

Vegna aukinnar þarfar á stuðningi við börn í SOS barnaþorpum hefur sú breyting nú tekið gildi að tveir Íslendingar mega styrkja sama barnið. Að meðaltali eru um fimm til sex SOS-foreldrar um hvert sty...