Fréttayfirlit 2. nóvember 2016

Eliza Reid gerist Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna

Eliza Reid forsetafrú er nýjasti Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna. Með þátttöku í starfi SOS Barnaþorpanna vill hún leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á aðstæðum munaðarlausra og yfirgefinna barna í heiminum. Sjálf er Eliza fjögurra barna móðir og þekkir mikilvægi fjölskyldunnar vel. Að auki hefur hún ferðast vítt og breitt um heiminn og séð aðstæður umkomulausra barna með eigin augum. Því þykir reynsla hennar falla einstaklega vel við gildi SOS Barnaþorpanna.

Sjálf segir Eliza hlakka til samstarfsins og leggur áherslu á að allir geti gert eitthvað til að bæta heiminn.

 

Nýlegar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út
29. nóv. 2023 Almennar fréttir

Seinna SOS-blað ársins komið út

Seinna SOS-blað ársins er kom­ið út og er það að venju aðgengilegt rafrænt hér á sos.is. Þetta er í annað sinn sem blaðið kemur út með breyttu fyr­ir­komu­lagi á dreif­ingu til styrktarað­ila.

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó
21. nóv. 2023 Almennar fréttir

Viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna í Marokkó

Líf þúsunda barna breyttist þegar jarðskjálfti reið yfir Marokkó 8. september sl. og munu afleiðingarnar hafa áhrif á landið um ókomna tíð. Hér má lesa um útfærslu á viðbragðsáætlun SOS Barnaþorpanna ...