Eliza Reid gerist Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna
Eliza Reid forsetafrú er nýjasti Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna. Með þátttöku í starfi SOS Barnaþorpanna vill hún leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á aðstæðum munaðarlausra og yfirgefinna barna í heiminum. Sjálf er Eliza fjögurra barna móðir og þekkir mikilvægi fjölskyldunnar vel. Að auki hefur hún ferðast vítt og breitt um heiminn og séð aðstæður umkomulausra barna með eigin augum. Því þykir reynsla hennar falla einstaklega vel við gildi SOS Barnaþorpanna.
Sjálf segir Eliza hlakka til samstarfsins og leggur áherslu á að allir geti gert eitthvað til að bæta heiminn.
Nýlegar fréttir

Rúrik sigraði aftur í Let´s dance og gaf verðlaunaféð til SOS
SOS Barnaþorpunum barst í vikunni styrkur upp á rúma eina og hálfa milljón króna vegna sigurs Rúriks Gíslasonar í jólaþætti þýsku sjónvarpsþáttaraðarinnar Let´s dance.

Bragarblóm til sölu í vefverslun SOS
Ljóðabókin Bragarblóm er nú til sölu í vefverslun SOS. Bókin er eftir Ragnar Inga Aðalsteinsson, einn kunnasta hagyrðing landsins, og rennur allt söluandvirði bókarinnar, kr. 2.500, óske...