Eliza Reid gerist Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna
Eliza Reid forsetafrú er nýjasti Velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna. Með þátttöku í starfi SOS Barnaþorpanna vill hún leggja sitt af mörkum við að vekja athygli á aðstæðum munaðarlausra og yfirgefinna barna í heiminum. Sjálf er Eliza fjögurra barna móðir og þekkir mikilvægi fjölskyldunnar vel. Að auki hefur hún ferðast vítt og breitt um heiminn og séð aðstæður umkomulausra barna með eigin augum. Því þykir reynsla hennar falla einstaklega vel við gildi SOS Barnaþorpanna.
Sjálf segir Eliza hlakka til samstarfsins og leggur áherslu á að allir geti gert eitthvað til að bæta heiminn.
Nýlegar fréttir

Börnum forðað frá kynferðisbrotamönnum í Tógó
Undraverður árangur hefur náðst á skömmum tíma í átaki gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó, verkefni sem fjármagnað er af SOS á Íslandi. Verkefnið hófst í mars 2020 og þrátt fyrir hömlur a...

Fjögurra milljóna króna erfðagjöf til SOS
SOS Barnaþorpunum á Íslandi barst á dögunum rausnarleg erfðagjöf frá Svanhildi Jónsdóttur upp á tæpar fjórar milljónir króna. Svanhildur studdi allt sitt líf þá sem þurftu á stuðningi að halda og var ...