Dregið í stafarugli jóladagatalsins
Í dag, miðvikudaginn 18. desember, var dregið úr réttum innsendum lausnum í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2019. Í ár tóku um 3000 nemendur í tæplega 60 skólum víðs vegar um landið þátt í dagatalinu.
Vinningshafarnir í stafaruglinu árið 2019 eru:
Stafarugl fyrir 1.-4. bekk: Grunnskólinn í Stykkishólmi, 2. bekkur (kennari: Ásdís Árnadóttir)
Stafarugl fyrir 5.-10. bekk: Vopnafjarðarskóli, 5.-6. bekkur (kennari: Unnur Ósk Unnsteinsdóttir)
Um leið og við óskum vinningshöfunum innilega til hamingju langar okkur að þakka öllum nemendum og skólum kærlega fyrir þátttökuna í Öðruvísi jóladagatali í ár. Við munum að sjálfsögðu bjóða aftur upp á Öðruvísi jóladagatal að ári.
Gleðileg jól!
Nýlegar fréttir

Héldum að við yrðum drepin
Í apríl sögðum við frá rýmingu barnaþorps í höfuðborg Súdan vegna blóðugra átaka í nágrenni þess. Í kjölfarið var þorpið svo hertekið af vopnuðum sveitum og haldar þær enn til í barnaþorpinu.

Umbætur hjá SOS í kjölfar rannsóknarskýrslu
Árið 2021 greindum við frá því að niðurstöður tveggja óháðra rannsókna hafi leitt í ljós ýmsa misbresti í stjórnun SOS Barnaþorpanna á alþjóðavísu og í einstaka löndum. SOS Barnaþorpin á Íslandi áttu ...