Desember-fréttablað SOS komið út

Seinna SOS-fréttablað ársins kom út nú í desember og hefur því verið dreift til styrktararaðila. Blaðið má einnig nálgast rafrænt í pdf skjali á sos.is. Forsíðuviðtalið að þessu sinni er við Ingibjörgu Steingrímsdóttur og fyrrverandi styrktarbarn hennar, konu að nafni Sonam sem býr á Indlandi.
Ingibjörg gerðist SOS-foreldri Sonam þegar hún var lítil stúlka árið 1989 og styrkti hana svo til framhaldsnáms. Það tækifæri lét Sonam ekki fara til spillis og menntaði sig til kennara og í dag starfar hún í menntamálaráðuneyti Tíbet á Indlandi. Sonam segir að án Ingibjargar væri hún ekki á þessum stað í lífinu í dag.
Með Sonam og Ingibjörgu bundust órjúfanleg vinabönd og fór Ingibjörg í heimsókn til Sonam árið 2008. Þrettán árum síðar fékk Ingibjörg óvænt símtal frá Sonam sem vildi færa henni gleðifréttir. Við höfðum upp á Sonam og fengum hana til að svara nokkrum spurningum fyrir fréttablað SOS.
Lesa greinina: Úr fátækt til frama

Gjörbreytt líf fjölskyldu í Rúanda
Í blaðinu er einnig frásögn framkvæmdastjóra SOS á Íslandi af heimsókn hans til Rúanda þar sem ný fjölskylduefling var að hefjast sem fjármögnuð er af Íslendingum. Þar hitti hann fjölskyldu sem er nýútskrifuð úr sambærilegu verkefni og hefur líf hennar gjörbreyst til hins betra.
Frásagnir barna í neyð
Í blaðinu eru einnig viðtal við sálfræðing hjá SOS í Úkraínu sem endurheimti 12 ára dreng úr áfalli vegna stríðsins. Ung stúlka í Kenía lýsir því hvernig þurrkarnir í Austur Afríku ógna lífi fjölskyldu hennar og framkvæmdastýra SOS Barnaþorpanna í Pakistan lýsir hræðilegu ástandi í landinu vegna flóða. Þá er einnig viðtal við unga stúlku í Tógó sem varð ólétt eftir nauðgun og hrökklaðist úr skóla.
Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Rétt til setu á aðalfundi eru skráðir aðildarfélag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.