Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Gleðin skein úr andlitum barna á Ásbrú í haust þar sem fram fór formleg afhending á ærslabelg fyrir börnin á svæðinu. Fjöldi fólks mætti á hátíð sem haldin var af því tilefni og allt gekk vonum framar, krakkarnir hoppuðu á ærslabelgnum, Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu og voru dýrindis hamborgarar í boði.
Ærslabelgurinn er gjöf frá SOS Barnaþorpunum og íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden og var reistur í samstarfi við Reykjanesbæ. Ærslabelgurinn á Ásbrú markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem SOS Barnaþorpin styrkja verkefni í þágu barna hér á landi en það er mögulegt vegna samstarfsverkefnisins „A Home for a home“ með Heimstaden.
Sjá líka:

Nýlegar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...

Fjárstuðningur í stafræn veski reynist vel á Gaza
SOS Barnaþorpin gegna lykilhlutverki á Gaza við umönnun munaðarlausra barna í fjölskylduumhverfi, að verja og styðja við börn sem hafa orðið fyrir áföllum auk þess að veita neyðaraðstoð.