Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn
Gleðin skein úr andlitum barna á Ásbrú í haust þar sem fram fór formleg afhending á ærslabelg fyrir börnin á svæðinu. Fjöldi fólks mætti á hátíð sem haldin var af því tilefni og allt gekk vonum framar, krakkarnir hoppuðu á ærslabelgnum, Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu og voru dýrindis hamborgarar í boði.
Ærslabelgurinn er gjöf frá SOS Barnaþorpunum og íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden og var reistur í samstarfi við Reykjanesbæ. Ærslabelgurinn á Ásbrú markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem SOS Barnaþorpin styrkja verkefni í þágu barna hér á landi en það er mögulegt vegna samstarfsverkefnisins „A Home for a home“ með Heimstaden.
Sjá líka:
Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu.
Nýlegar fréttir
Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...