Fréttayfirlit 1. nóvember 2022

Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Gleðin skein úr andlitum barna á Ásbrú í haust þar sem fram fór formleg afhending á ærslabelg fyrir börnin á svæðinu. Fjöldi fólks mætti á hátíð sem haldin var af því tilefni og allt gekk vonum framar, krakkarnir hoppuðu á ærslabelgnum, Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu og voru dýrindis hamborgarar í boði.

Ærslabelgurinn er gjöf frá SOS Barnaþorpunum og íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden og var reistur í samstarfi við Reykjanesbæ. Ærslabelgurinn á Ásbrú mark­ar tíma­mót því þetta er í fyrsta sinn sem SOS Barnaþorpin styrkja verk­efni í þágu barna hér á landi en það er mögu­legt vegna sam­starfs­verk­efn­is­ins „A Home for a home“ með Heimsta­den.

Sjá líka:

Börn­in á Ás­brú fá ærslabelg að gjöf

Millj­arða­sam­starf SOS Barna­þorp­anna og Heimsta­den

Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu. Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu.

Nýlegar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna
29. apr. 2025 Almennar fréttir

Boðað til aðalfundar SOS Barnaþorpanna

Boð­að er til að­al­fund­ar SOS Barna­þorp­anna mánudaginn 19. maí kl.17:00 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Há­braut 1a (gegnt Gerða­safni). Rétt til setu á að­al­fundi eru skráð­ir að­ild­ar­fé­lag...

Tæland: Börn og starfsfólk óhult
30. mar. 2025 Almennar fréttir

Tæland: Börn og starfsfólk óhult

Öll börn og starfsfólk SOS Barnaþorpanna í Tælandi eru heil á húfi eftir stóra jarðskjálftann sem reið yfir landið og nágrannalönd í gær.