Fréttayfirlit 1. nóvember 2022

Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn

Hátíðarstund þegar börnin á Ásbrú fengu ærslabelginn


Gleðin skein úr andlitum barna á Ásbrú í haust þar sem fram fór formleg afhending á ærslabelg fyrir börnin á svæðinu. Fjöldi fólks mætti á hátíð sem haldin var af því tilefni og allt gekk vonum framar, krakkarnir hoppuðu á ærslabelgnum, Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu og voru dýrindis hamborgarar í boði.

Ærslabelgurinn er gjöf frá SOS Barnaþorpunum og íbúðaleigufyrirtækinu Heimstaden og var reistur í samstarfi við Reykjanesbæ. Ærslabelgurinn á Ásbrú mark­ar tíma­mót því þetta er í fyrsta sinn sem SOS Barnaþorpin styrkja verk­efni í þágu barna hér á landi en það er mögu­legt vegna sam­starfs­verk­efn­is­ins „A Home for a home“ með Heimsta­den.

Sjá líka:

Börn­in á Ás­brú fá ærslabelg að gjöf

Millj­arða­sam­starf SOS Barna­þorp­anna og Heimsta­den

Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu. Íþróttaálfurinn og Solla stirða sáu um að halda uppi fjörinu.

Nýlegar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna
26. nóv. 2025 Almennar fréttir

Óvissa um framtíð peningagjafa til barnanna

Í mörg ár hafa SOS-foreldrar geta gefið styrktarbörnum sínum peningagjafir inn á framtíðarreikning sem börnin leysa út þegar þau flytja á brott úr barnaþorpinu og fara að standa á eigin fótum. Nú ríki...

Ásakanir á hendur stofnanda SOS
14. nóv. 2025 Almennar fréttir

Ásakanir á hendur stofnanda SOS

Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...