Fréttayfirlit 5. júlí 2022

Börnin á Ásbrú fá ærslabelg að gjöf

Börnin á Ásbrú fá ærslabelg að gjöf

Nú geta börnin á Ásbrú skemmt sér og eflt félagsleg tengsl á nýjum ærslabelg sem SOS Barnaþorpin á Íslandi hafa fært Reykjanesbæ að gjöf. Þetta er í fyrsta sinn sem SOS styrkir verkefni í þágu barna hér á landi en það er mögulegt vegna samstarfsverkefnisins „A Home for a home“ með íbúðaleigufélaginu Heimstaden.

Tímamót fyrir SOS Barnaþorpin á Íslandi

„Það markar tímamót hjá SOS Barnaþorpunum á Íslandi að geta stutt við börn hér á landi í fyrsta sinn og það gleður okkur sérstaklega. SOS Barnaþorpin hafa í yfir 70 ár veitt börnum örugga og hamingjusama æsku um allan heim og þetta samstarf við Heimstaden rímar fullkomlega við áherslur samtakanna um velferð barna,“ segir Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi.

Styrkir félagslegt net barna

„Það hefur sterk fyrirbyggjandi gildi að börn hafi afþreyingu í nærumhverfi sínu og vettvang til útivistar og að rækta vináttu. Það er von okkar að gjöfin skapi vettvang sem styrkir félagslegt net barna og ungmenna og stuðli að þroska og heilbrigði,“ segir Erlendur Kristjánsson, yfirlögfræðingur Heimstaden um ærslabelginn. Heimstaden á yfir 760 íbúðir á Ásbrúarsvæðinu og er það fyrirtækinu mikilvægt að umhverfi þeirra sem leigja íbúðirnar sé gott, sem og samfélagsins í heild að sögn Erlendar.

15 milljónir evra á ári

Markmið samstarfsins „A Home for a Home“ er að tryggja örugg heimili og traustan grunn fyrir barnafjölskyldur um allan heim. Fyrir hverja íbúð sem Heimstaden á gefur fyrirtækið árlega 100 evrur til SOS Barnaþorpanna – yfir 15 milljónir evra á ári. Auk þess að styrkja fjölda alþjóðaverkefna styrkir “A Home for a Home” einnig verkefni í nærumhverfinu á borð við þetta. Má þar einnig nefna styrk til leikskólans Skógaráss á Asbrú fyrir tækjabúnaði til sérkennslunota.

Nýlegar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024
22. apr. 2024 Almennar fréttir

Aðalfundur SOS Barnaþorpanna 2024

Boðað er til aðalfundar SOS Barnaþorpanna mánudaginn 13. maí kl.17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju, Hábraut 1a (gegnt Gerðasafni). Til þess að félagi geti nýtt félagsleg réttindi sín á aðalfundi s...

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna
12. apr. 2024 Almennar fréttir

Framboð til stjórnar SOS Barnaþorpanna

Aðalfundur samtakanna verður haldinn mánudaginn 13. maí kl. 17:30 í safnaðarheimili Kópavogskirkju. Tilnefningarnefnd SOS Barnaþorpanna óskar nú eftir tillögum um framboð til stjórnar.