Fréttayfirlit 5. desember 2018

45 grunnskólar með í Öðruvísi jóladagatali SOS



SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða grunnskólum landsins nú upp á Öðruvísi jóladagatal þriðja árið í röð og var fyrsti glugginn opnaður sl. mánudag, 3. desember. Á hverjum skóladegi í desember opna börnin nýjan glugga í dagatalinu og horfa á stutt myndbönd um börn frá ýmsum heimshlutum og aðstæður þeirra.

ÉG VIL STYRKJA SOS BARNAÞORPIN

Í kjölfarið geta nemendur safnað pening fyrir SOS Barnaþorpin, t.d. með því að vinna létt heimilisverk heima hjá sér. Öll framlög í ár fara í að bæta aðstæður flóttabarna sem koma til Grikklands og veita þeim tækifæri á menntun og frístundum.

Í ár eru 2312 nemendur í 45 grunnskólum með í jóladagatalinu. Börnin í fimmta bekk í Ártúnsskóla hafa verið með í jóladagatalinu frá upphafi og við heimsóttum þau þegar þau opnuðu fyrsta gluggann á mánudaginn. Þá sáu þau myndband um hinn 9 ára Myer í Kólumbíu og bræður hans tvo, 7 og 6 ára. Þeir fundust úti á götu árið 2009 þar sem foreldrar þeirra höfðu skilið þá eftir. Í dag búa þeir í SOS barnaþorpi og lifa góðu lífi.

Valdimar og Helena í fimmta bekk Ártúnsskóla ræddu við okkur um það sem þeim fannst áhugaverðast í myndbandinu og má horfa og hlusta á spjallið við þau hér að neðan.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...