45 grunnskólar með í Öðruvísi jóladagatali SOS
SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða grunnskólum landsins nú upp á Öðruvísi jóladagatal þriðja árið í röð og var fyrsti glugginn opnaður sl. mánudag, 3. desember. Á hverjum skóladegi í desember opna börnin nýjan glugga í dagatalinu og horfa á stutt myndbönd um börn frá ýmsum heimshlutum og aðstæður þeirra.
ÉG VIL STYRKJA SOS BARNAÞORPIN
Í kjölfarið geta nemendur safnað pening fyrir SOS Barnaþorpin, t.d. með því að vinna létt heimilisverk heima hjá sér. Öll framlög í ár fara í að bæta aðstæður flóttabarna sem koma til Grikklands og veita þeim tækifæri á menntun og frístundum.
Í ár eru 2312 nemendur í 45 grunnskólum með í jóladagatalinu. Börnin í fimmta bekk í Ártúnsskóla hafa verið með í jóladagatalinu frá upphafi og við heimsóttum þau þegar þau opnuðu fyrsta gluggann á mánudaginn. Þá sáu þau myndband um hinn 9 ára Myer í Kólumbíu og bræður hans tvo, 7 og 6 ára. Þeir fundust úti á götu árið 2009 þar sem foreldrar þeirra höfðu skilið þá eftir. Í dag búa þeir í SOS barnaþorpi og lifa góðu lífi.
Valdimar og Helena í fimmta bekk Ártúnsskóla ræddu við okkur um það sem þeim fannst áhugaverðast í myndbandinu og má horfa og hlusta á spjallið við þau hér að neðan.
Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...