45 grunnskólar með í Öðruvísi jóladagatali SOS
SOS Barnaþorpin á Íslandi bjóða grunnskólum landsins nú upp á Öðruvísi jóladagatal þriðja árið í röð og var fyrsti glugginn opnaður sl. mánudag, 3. desember. Á hverjum skóladegi í desember opna börnin nýjan glugga í dagatalinu og horfa á stutt myndbönd um börn frá ýmsum heimshlutum og aðstæður þeirra.
ÉG VIL STYRKJA SOS BARNAÞORPIN
Í kjölfarið geta nemendur safnað pening fyrir SOS Barnaþorpin, t.d. með því að vinna létt heimilisverk heima hjá sér. Öll framlög í ár fara í að bæta aðstæður flóttabarna sem koma til Grikklands og veita þeim tækifæri á menntun og frístundum.
Í ár eru 2312 nemendur í 45 grunnskólum með í jóladagatalinu. Börnin í fimmta bekk í Ártúnsskóla hafa verið með í jóladagatalinu frá upphafi og við heimsóttum þau þegar þau opnuðu fyrsta gluggann á mánudaginn. Þá sáu þau myndband um hinn 9 ára Myer í Kólumbíu og bræður hans tvo, 7 og 6 ára. Þeir fundust úti á götu árið 2009 þar sem foreldrar þeirra höfðu skilið þá eftir. Í dag búa þeir í SOS barnaþorpi og lifa góðu lífi.
Valdimar og Helena í fimmta bekk Ártúnsskóla ræddu við okkur um það sem þeim fannst áhugaverðast í myndbandinu og má horfa og hlusta á spjallið við þau hér að neðan.
Nýlegar fréttir
Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.
39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...