Fréttayfirlit 22. október 2025

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir


Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. Á fyrri hluta þessa árs fengu 39 þolendur stuðning og sex gerendur voru kærðir samkvæmt lögum. Yfir 860 fjölskyldur hafa bætt efnahag sinn í öðrum fasa verkefnisins sem hófst árið 2023 eða 96% heimila. Yfir 9.000 nemendur og kennarar hafa hlotið fræðslu um jafnrétti og barnavernd.

Verkefnið í Tógó er styrkt af utanríkisráðuneytinu í gegnum SOS Barnaþorpin á Íslandi og er hluti af opinberri þróunaraðstoð Íslands. Það hófst árið 2019 og annar fasi þess árið 2023. Það fel­ur í sér fyr­ir­byggj­andi að­gerð­ir, stuðn­ing og umönn­un barna og stúlkna sem hafa orð­ið fyr­ir kynferðisof­beldi með áherslu á að halda ung­um stúlk­um í skóla. Verkefnið hefur leitt af sér að samfélög taka virkari þátt í vernd barna og fjölmargir þolendur hafa fengið nauðsynlegan stuðning og réttlæti.

Verk­efn­is­svæð­ið er í nágrenni borgarinnar Atakpame í Ogou-hér­aði, norð­ur af höfuðborginni Lomé. Verk­efn­is­svæð­ið er í nágrenni borgarinnar Atakpame í Ogou-hér­aði, norð­ur af höfuðborginni Lomé.

Verkefnið byggir á þremur meginmarkmiðum: 

  • að skapa öruggt umhverfi fyrir börn
  • bæta foreldrahæfni og efnahag 900 fjölskyldna
  • og tryggja skólasetu og félagslega aðlögun ungmenna utan skóla. 

Fyrri helmingur þessa þriðja framkvæmdarárs í öðrum fasa verkefnisins, frá janúar til júní 2025, einkenndist af endurskoðun, áætlanagerð og styrkingu barnaverndarkerfa á staðnum. Eftirfarandi voru meðal helstu niðurstaðna í samantekt hálfsársskýrslu verkefnisins.

1 – Verndandi samfélag: Náð til þolenda í gegnum útvarp
Greining á niðurstöðum og settar voru fram úrbætur. Hringborðsumræða um menningarlega hindranir í réttarmeðferð ofbeldismála gegn börnum. Fræðsla um ofbeldislausar uppeldisaðferðir og forvarnir gegn kynferðislegri misnotkun. Um 90 samfélagsfulltrúar fengu endurmenntun í málsvörn barna og samvinnu við sveitarfélög.

Með fræðsluátaki, átján fundum og þremur útvarpsþáttum, náðist til 1.950 einstaklinga, þar af 1.273 kvenna og stúlkna. Það leiddi af sér að 39 þolendur misnotkunar fengu sálrænan, læknisfræðilegan og félagslegan stuðning, og sex gerendur voru kærðir samkvæmt lögum.

2 – Fjárhagsleg sjálfbærni og uppeldi: 96% fjölskyldna bættu efnahag sinn
Áfram var unnið að eflingu sparnaðarhópa í níu samfélögum. Verkefnið styður 63 starfandi hópa með foreldrum á samtals 999 heimilum. Fjórtán þeirra hópa hafa verið starfandi frá upphafi annars fasa og eru nú sjálfbærir eftir sex ára vinnu. SOS starfar áfram með hinum hópunum 49 með það markmið að auka innkomu svo mæta megi þörfum þeirra 2.880 barna sem búa á þeim heimilum.

Alls höfðu 861 fjölskylda, eða 96% þátttakenda, bætt efnahag sinn í lok júní og bættust við yfir 80 fjölskyldur frá áramótum. Samhliða fengu 764 foreldrar og ungmenni fræðslu um ofbeldislaust uppeldi, jafnrétti og kynheilbrigði, sem styrkti fjölskyldutengsl og vernd barna.

3 – Menntun og aðlögun ungmenna:
Kynningar voru haldnar um jafnrétti og réttindi kvenna og skipulögð var fræðsla í tíu samstarfsskólum fyrir 9.372 nemendur og kennara. Af 64 nemendum sem tóku próf stóðust 35 þeirra eða 55%. Þá eru 21 af 33 nemendum í starfsnámi nú tilbúnir til að hefja atvinnu með búnaði sem þeir hafa fengið afhentan.

Vitundarvakning í skóla um kynferðisofbeldi gegn stúlkum. Vitundarvakning í skóla um kynferðisofbeldi gegn stúlkum.

Óvissa og áskoranir - aukið eftirlit með ferðum barna

Þrátt fyrir framfarir heldur erfiður efnahags- og samfélagslegur raunveruleiki áfram að setja mark sitt á daglegt líf fólks í Tógó. Aukið óöryggi og hækkandi verð á matvælum og orku setja mörg heimili í viðkæma stöðu. Langvarandi þurrkar hafa tæmt matvælabirgðir og raskað ræktun, sem hefur aukið á fátækt og matarskort.

Þessi þróun hefur haft alvarleg áhrif á börn og aukið hættuna á misnotkun, vanrækslu og brotum á réttindum þeirra. Til að bregðast við hefur verkefnið eflt ráðstafanir til barnaverndar í samstarfi við heimamenn — þar á meðal aukið eftirlit með ferðum barna til að sporna gegn mansali, hvatt til tekjuskapandi aðgerða og tryggt að tilfelli kynferðisofbeldis séu kerfisbundið tilkynnt og unnið úr þeim.

Mikil áhersla er lögð á að koma boðskap verkefnisins til grunnskólabarna. Mikil áhersla er lögð á að koma boðskap verkefnisins til grunnskólabarna.

Nýlegar fréttir

Skrifstofan opnar aftur
2. nóv. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan opnar aftur

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...

Svona tuttugufaldast framlagið þitt
15. okt. 2025 Fjölskylduefling

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpa...