SOS sög­ur 8.maí 2023

Örin á hönd­um drengs­ins sýndu merki um of­beldi

Örin á hönd­um drengsins sýndu merki um of­beldi

Örin á hönd­um Daniels sýndu merki um lík­am­legt of­beldi en í raun og veru segja augu hans alla sög­una. Litli dreng­ur­inn var að­eins sjö ára þeg­ar hann kom í SOS at­hvarf fyr­ir börn í Pachacamac í Perú. Fyr­ir það bjó Daniel á göt­unni með föð­ur sín­um sem beitti hann al­var­legu of­beldi. Einn dag­inn gekk fað­ir hans illi­lega í skrokk á syni sín­um og skildi hann eft­ir í slæmu ástandi. Góð­hjart­að fólk kom að Daniel og hringdi strax í lög­regl­una sem sótti dreng­inn og fór með hann í SOS at­hvarf­ið.

Eign­að­ist ný systkini

Í fram­hald­inu eign­að­ist Daniel svo nýtt heim­ili í SOS barna­þorp­inu ásamt tveim­ur öðr­um börn­um, Söruh og Mark. Börn­in þekkt­ust ekki fyr­ir en á auga­bragði urðu þau SOS systkini. Börn­in að­lög­uð­ust þó mis­vel. „Sarah er yngst og hún að­lag­að­ist afar vel. Hún kall­aði mig strax mömmu og naut þess í botn að eiga heim­ili og fjöl­skyldu,“ seg­ir Mercedes, SOS móð­ir Daniels.

Öll börnin ólust upp á götunni og ekkert þeirra hafði átt alvöru heimili áður. Öll börnin ólust upp á götunni og ekkert þeirra hafði átt alvöru heimili áður.

Ekk­ert barn­anna hafði átt al­vöru heim­ili

Mark var sjö ára líkt og Daniel en hann var að­eins leng­ur en systkini sín að að­lag­ast nýja líf­inu. „Þeg­ar hann fór fyrst í skól­ann sagði hann kenn­ur­un­um að hann ætti enga fjöl­skyldu. Það var eins og hann tryði því ekki sjálf­ur. Hann fékk sál­fræði­að­stoð og smám sam­an lærði hann að treysta mér. Fljót­lega kall­aði hann mig mömmu í fyrsta sinn,“ seg­ir Mercedes stolt.

Öll börn­in ólust upp á göt­unni og ekk­ert þeirra hafði átt al­vöru heim­ili áður, rúm til að sofa í eða ein­hvern full­orð­inn sem sýndi þeim áhuga. Þau höfðu til dæm­is ekki hug­mynd um hvernig átti að nota hnífa­pör. Það voru eng­in gildi eða regl­ur, eng­in rútína.

„Þau voru svo ynd­is­leg. Fljót­lega eft­ir að þau komu í þorp­ið fór ég með þeim að kaupa föt. Þeim fannst það dá­sam­legt. Ég held að þau hafi átt­að sig á því í búð­inni að þetta væri virki­lega að ger­ast. Þá borða þau all­an mat og síð­ast en ekki síst elska þau nýju her­berg­in sín og eru alltaf að taka til í þeim. Það er þó ekk­ert víst að það end­ist lengi,“ seg­ir þessi stolta SOS móð­ir og hlær.

Börnin elskuðu nýju herbergin sín og voru alltaf að taka til í þeim. Börnin elskuðu nýju herbergin sín og voru alltaf að taka til í þeim.
SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr