SOS sög­ur 13.febrúar 2019

7 manna fjöl­skylda í 10 fm íbúð

Eme­bet og eig­in­mað­ur henn­ar Behailu búa ásamt fimm börn­um sín­um í um það bil 10-15 fer­metra húsi í smá­bæn­um Iteye í Eþí­óp­íu. Þau eru ein af 566 fjöl­skyld­um í fjöl­skyldu­efl­ingu sem SOS Barna­þorp­in á Ís­landi fjár­magna og hjálpa yfir 1600 börn­um sem eru í þess­um fjöl­skyld­um. Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið styrk­ir verk­efn­ið að stærst­um hluta ásamt Fjöl­skyldu­vin­um SOS á Ís­landi.

Hans Stein­ar Bjarna­son, upp­lýs­inga­full­trúi SOS á Ís­landi, heim­sótti fjöl­skyldu Eme­bet og tók hana tali.

Vertu SOS fjöl­skyldu­vin­ur

Fyr­ir 1500 krón­ur á mán­uði get­ur þú orð­ið SOS-fjöl­skyldu­vin­ur. Þannig leggur þú sárafátækum fjölskyldum lið svo þær geti orðið sjálfbærar.

Eig­in­mað­ur­inn sjónskert­ur

Behailu, eig­in­mað­ur Eme­bet, er sjónskert­ur og get­ur því að­eins að tak­mörk­uðu leyti tek­ið þátt í að fram­fleyta fjöl­skyldu sinni. Eme­bet starf­aði áður fyr­ir aðr­ar fjöl­skyld­ur við að baka þjóð­legu pönnu­kök­urn­ar „injera“ sem heima­fólk borð­ar með nær öll­um mat en nú starfar hún sjálf­stætt. SOS skaff­aði henni yfir 100 kg af teff grjón­um til injera-gerð­ar sem hún sel­ur á mark­aði. Áður gátu börn­in ekki sótt skóla að fullu því þau þurftu að afla tekna fyr­ir heim­il­ið. En nú er staða fjöl­skyld­unn­ar mun betri.

Ykk­ur að þakka að við get­um sent börn­in í skóla

„Með til­komu fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS þurfa börn­in ekki leng­ur að vinna með skól­an­um til að hjálpa við fram­færslu heim­il­is­ins. Börn­in kunna vel við sig í skól­an­um og vegna ykk­ar að­stoð­ar hafa þau nú feng­ið skóla­bún­inga og náms­gögn. Það er ykk­ur að þakka að við get­um sent börn­in í skóla. -- Við sjá­um fram á bjarta fram­tíð ef þið hald­ið áfram að styðja okk­ur,“ seg­ir Eme­bet.

Eldri son­ur­inn, Yohan­is, náði ekki nógu góð­um ein­kunn­um til að kom­ast í fram­halds­skóla en fyr­ir til­stilli fjöl­skyldu­efl­ing­ar SOS hef­ur hon­um boð­ist starfs­mennt­un í iðn­námi. Þannig get­ur hann afl­að tekna fyr­ir heim­il­ið með­an hann er í laun­uðu starfs­námi.

Lögg­ur, lækn­ar og flug­mað­ur

 

Börn­in eru með skýr markmið fyr­ir fram­tíð­ina. Þau voru spurð hvað þau ætli að verða þeg­ar þau verða stór.

„Mig lang­ar að verða flug­mað­ur og líka að læra að tala ensku eins vel og þú.“ seg­ir Yohan­is. Syst­ur hans Bereket og Minilik ætla að verða lækn­ar, hin fjög­urra ára Mezgi­bos­hal ætl­ar að verða lögga eins og 12 ára bróð­ir henn­ar, Tekle. En af hverju lögga?

„Af því að það eru svo marg­ir þjóf­ar í land­inu okk­ar sem ég ætla að hand­taka.“ seg­ir Tekle við mik­inn fögn­uð spyr­ils­ins, Hans Stein­ars frá Ís­landi, sem varð fyr­ir því óláni að sím­an­um hans var stol­ið í höf­uð­borg­inni Add­is Ababa. „Get­urðu hjálp­að mér að finna sím­ann minn? Hon­um var stol­ið.“ -„Já!“ svar­aði Tekle að bragði.

Vertu SOS fjöl­skyldu­vin­ur

Fyr­ir 1500 krón­ur á mán­uði get­ur þú orð­ið SOS-fjöl­skyldu­vin­ur. Þannig leggur þú sárafátækum fjölskyldum lið svo þær geti orðið sjálfbærar.

SOS for­eldri

Vertu SOS for­eldri

SOS foreldri

SOS-for­eldri tek­ur þátt í að fram­fleyta barni sem áður var um­komu­laust og trygg­ir því fjöl­skyldu á góðu heim­ili. Barn­ið fær mennt­un og öll­um grunn­þörf­um sín­um mætt. Þú færð reglu­lega frétt­ir og mynd­ir af SOS-barn­inu þínu.

Þeg­ar þú vel­ur að styrkja „barna­þorp“ styrk­irðu öll börn­in í einu SOS barna­þorpi og færð al­menn­ar frétt­ir úr til­teknu barna­þorpi.

Mán­að­ar­legt fram­lag
Styrkja eitt barn 4.500 kr Styrkja tvö börn 9.000 kr Barna­þorp fyr­ir 4.500 kr