Gerast fjölskylduvinur

Hvað er fjölskylduvinur?

Þú getur komið í veg fyrir aðskilnað barna og foreldra með mánaðarlegu framlagi að eigin vali.

Fjölskylduvinir styrkja Fjölskyldueflingu SOS Barnaþorpanna og aðstoða þannig sárafátækar fjölskyldur í leið sinni að sjálfbærni og sjálfstæði. Að lágmarki 80% upphæðarinnar renna óskipt til verkefna. Að hámarki 20% framlagsins er nýtt í þjónustu við fjölskylduvini og öflun nýrra.

Sem fjölskylduvinur SOS:

  • Hjálpar þú foreldrum að mæta grunnþörfum barna sinna
  • Stuðlar þú að menntun barna og foreldra
  • Hjálpar þú illa stöddum barnafjölskyldum til sjálfshjálpar

Fjölskylduefling SOS gengur út á að aðstoða sárafátækar fjölskyldur til sjálfbærni og sjálfstæðis, gera þeim kleift að mæta grunnþörfum barna sinna og stuðlar að menntun barnanna og foreldranna.

SOS á Íslandi fjármagnar þrjú slík verkefni, í Eþíópíu, Perú og á Filippseyjum, með stuðningi Utanríkisráðuneytisins. Mótframlag SOS er fjármagnað af Fjölskylduvinum sem ráða sjálfir upphæðinni sem þeir greiða mánaðarlega.

Á heimsvísu eru SOS Barnaþorpin með 575 Fjölskyldueflingarverkefni sem hjálpa hálfri milljón manna í 98 þúsund fjölskyldum. Vel á annað þúsund Íslendinga eru SOS-fjölskylduvinir.