Vertu SOS foreldri

SOS foreldri

Vertu SOS foreldri

SOS-foreldri tekur þátt í að framfleyta barni sem áður var umkomulaust og tryggir því fjölskyldu á góðu heimili. Barnið fær menntun og öllum grunnþörfum sínum mætt. Þú færð reglulega fréttir og myndir af SOS-barninu þínu.

Þegar þú velur að styrkja „barnaþorp“ styrkirðu öll börnin í einu SOS barnaþorpi og færð almennar fréttir úr tilteknu barnaþorpi.

— Nánar

Mán­að­ar­legt fram­lag

SOS foreldri barna á Gaza

SOS foreldri barna á Gaza

Sem SOS foreldri barna á Gaza styrkir þú SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza í Palestínu með mánaðarlegu framlagi sem nemur 4.500 krónum. Framlagi þínu er varið í daglegan rekstur svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem eru á framfæri barnaþorpsins og fer þeim nú fjölgandi.

Styrkja
SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS sem kemur í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum með þinu framlagi. Svona 20-faldast framlagið þitt!

Styrkja
SOS neyðarvinur

SOS neyðarvinur

SOS Neyðarvinir styrkja neyðaraðgerðir SOS fyrir börn og fjölskyldur þeirra í stríði og á öðrum hamfarasvæðum. Neyðaraðgerðir sem SOS á Íslandi tekur nú þátt í að fjármagna eru í PalestínuÚkraínu og Súdan. Ef þú vilt velja eitt þeirra landa til að styrkja skrifar þú nafn landsins í athugasemdadálkinn hér neðar. Þú getur annað hvort gefið stakt framlag eða gerst mánaðarlegur neyðarvinur.

Styrkja

85%
85,5% fjárframlaga renna til barnanna

Aðeins 14,5% framlaga fóru í umsýslu árið 2024

9.609 styrktarbörn og -þorp Íslendinga 2024
10.603 mánaðarlegir styrktaraðilar 2024
22.445 Íslendingar styrktu SOS 2024
Nánar
Minningarkort SOS

Minningarkort SOS

Hægt er að heiðra minningu látins vinar eða ættingja á fallegan hátt með því að senda peningagjöf til styrktar SOS Barnaþorpunum. Minningarkortið er sent á heimilsfang ættingja/vina hins látna og gjöfin verður skráð í nafni hans. Allar minningargjafir renna óskertar til uppbyggingarstarfs SOS Barnaþorpanna.

Nánar