Yfirlit

Vettvangur

Vettvangur er hugbúnaðarfyrirtæki sem þróar stafrænar lausnir fyrir kröfuhörðustu fyrirtæki og stofnanir landsins. Félagið leggur áherslu á náið samstarf og heiðarleg samskipti fremur en hugmyndafræðilegar bollaleggingar eða snúna aðferðarfræði.

Vettvangur hefur þróað metnaðarfullar stafrænar lausnir fyrir mörg af öflugustu vörumerkjum landsins. Margar þeirra hafa fengið verðlaun og enn fleiri tilnefningar. Hjá Vettvangi starfar hæfileikaríkt fólk með mikinn metnað sem einstaklega gott er að vinna með.