Fréttayfirlit 15. október 2025

Svona tuttugufaldast framlagið þitt

Svona tuttugufaldast framlagið þitt


Þegar þú gefur fjárframlög til góðgerðarmála verður til það sem kallað er félagsleg arðsemi af framlögunum þínum. Í skýrslunni 75 Years Of Impact sem gerð var í tilefni af 75 ára afmæli SOS Barnaþorpanna er þessi arðsemi reiknuð út af starfi samtakanna. Hún endurspeglar margföldunaráhrif framlags þíns.

SOS-fjölskylduvinir greiða mánaðarlegt framlag að eigin vali sem að meðaltali 20-faldast á verkefnasvæðunum okkar í fjölskyldueflingu. Það má því segja að lágmarksframlag SOS fjölskylduvina á mánuði, 1.500 krónur, jafngildi 30 þúsund krónum. Ávinninningurinn af stuðningi við fjölskyldueflinguna er því afar mikill fyrir samfélagið.

Fjölskylduefling SOS gengur út á að aðstoða sárafátækar barnafjölskyldur til sjálfbærni og sjálfstæðis, gera þeim kleift að mæta grunnþörfum barna sinna og stuðlar að menntun barnanna og foreldranna.

Þessi verkefni fyrirbyggja að börn missi foreldraumsjón og verði umkomulaus. Skjólstæðingar okkar eru börn, ungmenni og foreldrar þeirra. SOS á Íslandi fjármagnar fjölskyldueflingu í Eþíópíu, Malaví, Úganda og í Rúanda.

Hvað er félagsleg arðsemi?

Félagsleg arðsemi framlaga til fjölskyldueflingar SOS Barnaþorpanna er reiknuð með því að bera saman allan kostnað við verkefnin við þann ávinning sem þau skapa fyrir einstaklinga, fjölskyldur, samfélagið og hið opinbera. Í ávinninginn telst meðal annars aukin menntun barna, hærri tekjur fjölskyldna, minni þörf á félagslegri aðstoð og sparnaður fyrir ríkið til lengri tíma.

Rannsóknir sýna s.s. að í fjölskyldueflingu er félagslegur ávinningur að meðaltali tuttugufaldur. Það þýðir að fyrir hverja krónu sem Íslendingar leggja til fjölskyldueflingar, fær samfélagið til baka að meðaltali um tuttugu krónur í framtíðarávinningi.

Framlagið er því ekki einungis hjálp í dag – heldur fjárfesting sem margfaldast í krafti betri lífsgæða barna og sterkari samfélaga til framtíðar.

SOS-fjölskylduvinur er tilvalin styrktarleið fyrir þá sem vilja láta raunverulega gott af sér leiða fyrir lægri fjárhæð en þær 4.500 krónur á mánuði sem SOS foreldrar greiða mánaðarlega með einu styrktarbarni eða SOS barnaþorpi.

SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS fjölskylduvinur

SOS-fjölskylduvinir styrkja fjölskyldueflingu SOS. Sem SOS-fjölskylduvinur kemurðu í veg fyrir að börn verði vanrækt og yfirgefin. Í fjölskyldueflingu SOS tökum við fyrstu skrefin með fjölskyldum út úr sárafátækt svo þær getið staðið á eigin fótum og veitt börnunum bjarta framtíð. Þú ákveður styrktarupphæðina og færð reglulega uppýsingapóst um verkefnin sem við fjármögnum.

Mánaðarlegt framlag
1.500 kr 2.500 kr 5.000 kr 7.500 kr