Frétta­yf­ir­lit 3. apríl 2019

Fjöl­skyldu­efl­ing SOS á Ís­landi haf­in á Fil­ipps­eyj­um

Tíma­mót voru á mánu­dag­inn 1. apríl þeg­ar nýja fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efn­ið okar á Fil­ipps­eyj­um hófst form­lega. SOS á Ís­landi fjár­magn­ar verk­efn­ið með stuðn­ingi Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­is­ins sem lagði til rúm­ar 45 millj­ón­ir króna. Mót­fram­lag SOS eru rúm­ar 11 millj­ón­ir króna og er það fjár­magn­að af styrktarað­il­um SOS á Ís­landi sem kall­ast SOS-fjöl­skyldu­vin­ir.

SKRÁNING SOS-FJÖLSKYLDUVINA

1800 börn­um hjálp­að

Verk­efn­ið á Fil­ipps­eyj­um er til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ung­menna og snýst um að klæðskerasniðna að­stoð til barna­fjöl­skyldna sem eiga erfitt með að mæta þörf­um barn­anna og börn­in eiga á hættu að missa for­sjá for­eldra sinna. Eitt af hverj­um 20Filippseyjar Landakort.jpg börn­um á Fil­ipps­eyj­um hef­ur ver­ið yf­ir­gef­ið, er mun­að­ar­laust eða van­rækt.

Hvað nú?

SOS á Ís­landi hef­ur haft nokkra að­komu að út­færslu verk­efn­is­ins, m.a. um­fang þess og stað­setn­ing­ar í sam­ráði við heima­menn sem sjá þó um að­aláhersl­ur og út­færslu þess. Með form­legu upp­hafi verk­efn­is­ins á mánu­dag­inn hófst ferli ráðn­inga á starfs­fólki, upp­setn­ing skrif­stofu og önn­ur skipu­lagn­ing en skjól­stæð­ing­ar hafa þeg­ar ver­ið vald­ir eft­ir mati fag­fólks á svæð­inu.

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi fjár­magna nú þrjú Fjöl­skyldu­efl­ing­ar­verk­efni en hin standa yfir í Eþí­óp­íu og Perú.

SKRÁNING SOS-FJÖLSKYLDUVINA

Fjöl­skyldu­efl­ing SOS Barna­þorp­anna nær til heims­mark­miða Sam­ein­uðu þjóð­anna nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 11. SOS Barna­þorp­in upp­fylla heims­markmið núm­er 1, 4, 8, 10 og 16 að fullu. Þar að auki upp­fylla þau markmið núm­er 3,5 og 17 að hluta.

Heimsmarkmiðin.jpg

Ný­leg­ar frétt­ir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Al­menn­ar frétt­ir

855 krón­ur af hverju þús­und króna fram­lagi renna í hjálp­ar­starf­ið

Árs­skýrsla SOS Barna­þorp­anna fyr­ir árið 2024 hef­ur nú ver­ið birt eft­ir að­al­fund sam­tak­anna 19. maí sl. Þar kem­ur m.a. fram að hlut­fall rekstr­ar­kostn­að­ar er með því allra lægsta sem ger­ist eða að­eins 1...

23 milljónum króna af erfðagjöf ráðstafað til háskólamenntunar
22. maí 2025 Erfða­gjaf­ir

23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf ráð­staf­að til há­skóla­mennt­un­ar

SOS Barna­þorp­in á Ís­landi hafa ráð­staf­að 23 millj­ón­um króna af erfða­gjöf til há­skóla­mennt­un­ar ung­menna í Afr­íku, nán­ar til­tek­ið í Rú­anda. Ráð­stöf­un­in er sam­kvæmt ósk­um arf­leif­anda, Bald­vins Leifs­son­ar...