Fréttayfirlit 3. apríl 2019

Fjölskylduefling SOS á Íslandi hafin á Filippseyjum



Tímamót voru á mánudaginn 1. apríl þegar nýja fjölskyldueflingarverkefnið okar á Filippseyjum hófst formlega. SOS á Íslandi fjármagnar verkefnið með stuðningi Utanríkisráðuneytisins sem lagði til rúmar 45 milljónir króna. Mótframlag SOS eru rúmar 11 milljónir króna og er það fjármagnað af styrktaraðilum SOS á Íslandi sem kallast SOS-fjölskylduvinir.

SKRÁNING SOS-FJÖLSKYLDUVINA

1800 börnum hjálpað

Verkefnið á Filippseyjum er til þriggja ára. Það nær til 1800 barna og ungmenna og snýst um að klæðskerasniðna aðstoð til barnafjölskyldna sem eiga erfitt með að mæta þörfum barnanna og börnin eiga á hættu að missa forsjá foreldra sinna. Eitt af hverjum 20Filippseyjar Landakort.jpg börnum á Filippseyjum hefur verið yfirgefið, er munaðarlaust eða vanrækt.

Hvað nú?

SOS á Íslandi hefur haft nokkra aðkomu að útfærslu verkefnisins, m.a. umfang þess og staðsetningar í samráði við heimamenn sem sjá þó um aðaláherslur og útfærslu þess. Með formlegu upphafi verkefnisins á mánudaginn hófst ferli ráðninga á starfsfólki, uppsetning skrifstofu og önnur skipulagning en skjólstæðingar hafa þegar verið valdir eftir mati fagfólks á svæðinu.

SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna nú þrjú Fjölskyldueflingarverkefni en hin standa yfir í Eþíópíu og Perú.

SKRÁNING SOS-FJÖLSKYLDUVINA

Fjölskylduefling SOS Barnaþorpanna nær til heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna nr. 1, 2, 3, 4, 5, 6, 8 og 11. SOS Barnaþorpin uppfylla heimsmarkmið númer 1, 4, 8, 10 og 16 að fullu. Þar að auki uppfylla þau markmið númer 3,5 og 17 að hluta.

Heimsmarkmiðin.jpg

Nýlegar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu
18. jún. 2025 Almennar fréttir

Allt sem við vitum um ástandið hjá SOS í Palestínu

Við getum staðfest að öll börn á framfæri SOS Barnaþorpanna í Palestínu eru heil á húfi. Þau líða ekki næringarskort, þó það standi tæpt, og sérstök áhersla er lögð á að hlúa að andlegri heilsu þeirra...

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið
23. maí 2025 Almennar fréttir

855 krónur af hverju þúsund króna framlagi renna í hjálparstarfið

Ársskýrsla SOS Barnaþorpanna fyrir árið 2024 hefur nú verið birt eftir aðalfund samtakanna 19. maí sl. Þar kemur m.a. fram að hlutfall rekstrarkostnaðar er með því allra lægsta sem gerist eða aðeins 1...