Fréttayfirlit 8. nóvember 2018

Allar fjölskyldurnar komnar með vatnshreinsitæki



Allar fjölskyldurnar í Fjölskyldueflingarverkefni okkar á Tulu-Moye svæðinu í Eþíópíu fengu á dögunum afhent sólarorkuknúið vatnshreinsitæki sem metur hvenær vatn er orðið drykkjarhæft. SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna verkefnið sem hófst 1. janúar sl. og stendur yfir út árið 2021. Við styðjum við sárafátækar barnafjölskyldur á svæðinu sem í eru um 1500 börn. Framlögum Fjölskylduvina SOS Barnaþorpanna á Íslandi er ráðstafað í þetta verkefni og annað líkt sem við fjármögnum í Perú.

VERTU FJÖLSKYLDUVINUR FYRIR 1000 KRÓNUR Á MÁNUÐI EÐA AÐRA UPPHÆÐ AÐ EIGIN VALI

567 sjálfboðaliðar fengu þjálfun til að kenna fjölskyldunum á vatnshreinstækið. Það nemur styrk UV sólargeislanna sem drepa sýkla og örverur og er þannig búið að á því getur bæði birst broskarl og fýlukarl. Ef plastflaska full af vatni er látin standa úti í sólinni og tækiðWADI3.JPG við hliðina á, gefur broskarlinn til kynna að vatnið sé orðið drykkjarhæft. Svo lengi sem fýlukarlinn er á tækinu, er vatnið enn ódrykkjarhæft. Með þessu móti er hægt að sporna við sjúkdómum sem orsakast vegna skítugs drykkjarvatns.

Veitir líka öryggiskennd

Gishu Tumsa, 35 ára einstæð móðir þriggja barna, er einn af skjólstæðingum verkefnisins sem hefur fengið vatnshreinsitækið. Hún hlaut kennslu í notkun á tæknu sem hún segirWADI4.JPG hafa gjörbreytt öllu. „Það veitir mér mikla öryggiskennd að vita núna að við erum að drekka ómengað vatn. Það var líka vitundarvakning fólgin í kennslunni því nú sýni ég meiri varkárni með val á ílátum undir vatnið.“

SOS Barnaþorpin á Íslandi vinna verkefnið í samvinnu við yfirvöld á Tulu-Moye svæðinu og heimafólk. Markmið þess er að auka hæfni og getu þessara fjölskyldna til að standa á eigin fótum og mæta þörfum barnanna svo velferð þeirra sé tryggð til framtíðar. Skjólstæðingar verkefnisins fá aðgang að heilsugæslu, mataraðstoð, menntun og fræðslu ásamt því að þeir geta fengið vaxtalág örlán frá SOS Barnaþorpunum.

Utanríkisráðuneyti Íslands styrkti Fjölskyldueflinguna í Tulu-moye um 67,6 milljónir króna.

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...