Fréttayfirlit 10. október 2025

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu

Yfirlýsing frá SOS Barnaþorpunum í Palestínu


„SOS Barnaþorpin Palestínu lýsa miklum létti og von og fagna tilkynningu um fyrsta áfanga vopnahlés á Gasa.“ Svona hefst yfirlýsing sem birt var á Facebook síðu SOS í Palestínu eftir að tilkynnt var um langþráð vopnahlé. Samtökin segja að framundan sé mikið uppbyggingarstarf og börn og fjölskyldur á svæðinu muni áfram reiða sig á starfsemi samtakanna á Gaza.

Yfirlýsingin heldur svo áfram og segir; 

Vonin hefur snúið aftur í hjörtu barna og fjölskyldna, sérstaklega þeirra sem hafa þjáðst undir erfiðum mannúðarskilyrðum síðustu tvö ár. Þrátt fyrir stríðið hefur mannleg tilvera okkar á jörðinni ekki stöðvast. Teymi okkar halda áfram störfum á vettvangi.

Tímabundnu búðirnar okkar veita áfram umönnun og skjól fyrir börn og fjölskyldur og áfram verða starfrækt svæði fyrir andlegan stuðning og menntun barna. Verkefni okkar ná til fjölmargra og gefa börnum tækifæri til að læra, leika sér og þroskast — og fjölskyldum tækifæri til að ná bata og endurbyggja líf sitt þrátt fyrir eyðilegginguna.

Við áttum okkur á því að leiðin til bata er enn löng. Innviðir eru í rúst og margar fjölskyldur eru enn á vergangi og reyna að byggja líf sitt upp að nýju. Úr yfirlýsingu SOS í Palestínu

Við áttum okkur á því að leiðin til bata er enn löng. Innviðir eru í rúst og margar fjölskyldur eru enn á vergangi og reyna að byggja líf sitt upp að nýju. Við gerum okkur grein fyrir því að ábyrgðin sem hvílir á okkur er mikil, en við stöndum áfram við hlið þeirra, réttum hjálparhönd, vinnum að því að endurvekja von og reisn og höldum áfram mannúðarstörfum okkar af staðfestu og elju, ásamt fjölmörgum samstarfsaðilum í mannúðarstarfi víðs vegar um heiminn.

Ghada Herzullah, framkvæmdastýra SOS Barnaþorpanna í Palestínu, segir:

„Í fyrsta sinn í tvö ár finnum við að við getum andað og upplifað augnablik raunverulegs friðar og vonar. Við vonum að stríðinu ljúki að fullu. Verkefni okkar núna er að standa með börnum og fjölskyldum á leið þeirra til bata, svo hvert barn geti alist upp í öruggu, stöðugu og ástríku umhverfi, og svo samfélag okkar í Palestínu geti vaxið og dafnað á ný.“

SOS Barnaþorpin Palestínu staðfesta á ný óbilandi skuldbindingu sína um að styðja áfram við börn og fjölskyldur í Palestínu, fylgja þeim eftir á leiðinni til bata og endurreisnar — í átt að öruggari og mannúðlegri framtíð.

SOS foreldri barna á Gaza

SOS foreldri barna á Gaza

SOS foreldri barna á Gaza

Sem SOS foreldri barna á Gaza styrkir þú SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza í Palestínu með mánaðarlegu framlagi sem nemur 4.500 krónum. Framlagi þínu er varið í daglegan rekstur svo tryggja megi öryggi og velferð þeirra barna sem eru á framfæri barnaþorpsins og fer þeim nú fjölgandi.

Mánaðarlegt framlag
4.500 kr