Vinningshafar stafarugls Öðruvísi jóladagatals
Í dag var dregið úr réttum lausnum sem bárust í stafarugli Öðruvísi jóladagatals SOS Barnaþorpanna árið 2018. 45 skólar tóku þátt í dagatalinu og flestir þeirra sendu inn svör við stafaruglinu.
Lausnin við stafaruglinu var: „Öll börn skipta máli“ og voru þátttakendur í jóladagatalinu svo sannarlega sammála því. Vinningshafar stafaruglsins voru strákarnir í 6.VUJ í Vættaskóla. Þeir tóku glaðir á móti vinningnum sínum, Flóttabangsa SOS Barnaþorpanna, og sögðust hafa verið ánægðir með dagatalið í ár. Við óskum 6.VUJ innilega til hamingju með verðlaunin og þökkum þeim fyrir þátttökuna.
Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
SOS Barnaþorpin fjármagna fjölmörg umbóta- og mannúðarverkefni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...