Vilborg áfram sendiherra SOS á Íslandi
Við erum stolt að segja frá því að Vilborg Arna Gissurardóttir framlengdi á dögunum samning sem velgjörðarsendiherra SOS Barnaþorpanna á Íslandi. Vilborg er einn af fjórum sendiherrum okkar ásamt Elizu Reid, forsetafrú, Rúrik Gíslasyni, knattspyrnumanni og Heru Björk Þórhallsdóttur, söngkonu.
Vilborg gerðist velgjörðarsendiherra SOS í lok árs 2013. Hún er frábær fyrirmynd og hefur um árabil getið sér gott orð sem ævintýrakona. Vilborg hefur stundað fjalla- og leiðangursmennsku um árabil. Hún hefur m.a. gengið á Suðurpólinn og klifið hæsta tind í hverri heimsálfu. Vilborg er jafnframt stofnandi og aðaleigandi ferðaskrifstofunnar Tinda.
Eliza, Rúrik og Hera.
Nýlegar fréttir

Snerpa styrkir íþróttaiðkun barna í SOS Barnaþorpunum í Bosníu
Íslenska fótboltaakademían Snerpa coaching hefur skrifað undir samning við SOS Barnaþorpin á Íslandi þess efnis að akademían styrkir íþróttaiðkun barna hjá SOS Barnaþorpunum í Bosníu.

500 dagar frá dramatískri rýmingu barnaþorpsins á Gaza
Í dag eru sléttir 500 dagar liðnir síðan SOS Barnaþorpin í Palestínu þurftu að rýma SOS barnaþorpið í Rafah á Gaza. Frá árinu 2000 höfðu yfirgefin og munaðarlaus börn fengið þar nýtt heimili, fjölskyl...