Fréttayfirlit 29. mars 2022

Verkefni SOS skilar fleiri málum á borð lögreglu í Tógó

Verkefni SOS skilar fleiri málum á borð lögreglu í Tógó


Ný úttekt leiðir í ljós áframhaldandi góðan árangur á verkefni okkar gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó. Verkefnið er fjármagnað af SOS Barnaþorpunum á Íslandi með stuðningi utanríkisráðuneytisins og frjálsum framlögum almennings.

Árið 2019 gerðu SOS Barnaþorpin á Íslandi samning við ráðuneytið um fjármögnun þróunarverkefnis í Ogue héraði í Tógó. Verkefnið miðar að því að styðja barnafjölskyldur og samfélagið í forvörnum gegn kynferðislegri misneytingu á börnum, einkum stúlkum. Verkefnið felur í sér fyrirbyggjandi aðgerðir, stuðning og umönnun barna og stúlkna sem hafa orðið fyrir slíku ofbeldi með áherslu á að halda ungum stúlkum í skóla.

Tekist hefur að minnka skaðann af ofbeldinu fyrir allt samfélagið en ekki bara börnin og fjölskyldur þeirra. Tekist hefur að minnka skaðann af ofbeldinu fyrir allt samfélagið en ekki bara börnin og fjölskyldur þeirra.

Mikil vitundarvakning í samfélaginu

Ráðuneytið fékk óháðan aðila til að framkvæma úttekt á verkefninu og voru niðurstöður hennar birtar nú í mars. Þær leiða m.a. í ljós að vitundarvakning hefur gengið vel og fleiri mál eru nú tilkynnt til lögreglu. Samfélög eru betur meðvituð um afleiðingar af kynferðislegri misneytingu á börnum og þörfina á að tilkynna slík mál og draga gerendur til ábyrgðar.

Minni skaði af ofbeldinu

Stuðningurinn við fórnarlömb er m.a. fólginn í sálfræði-, læknisfræði-, lögfræðilegri aðstoð auk stuðnings til að snúa aftur til náms. Tekist hefur að minnka skaðann af ofbeldinu fyrir allt samfélagið en ekki bara börnin og fjölskyldur þeirra. 77 stúlkubörn sem voru fórnarlömb ofbeldis hafa notið slíks stuðnings.

Menningarlegar hindranir

Á fyrri hluta árs 2021 bárust 73 tilkynningar til yfirvalda en 49 allt fyrra ár auk þess sem börn eru nú fremur líkleg til að segja foreldrum frá ofbeldi sem þau verða fyrir. Vandamálið er umfangsmikið og ólíkar hindranir sem bygga á félags- og menningarlegum þáttum eru í veginum í þessum viðkvæma málaflokki.

Verkefninu átti að ljúka í lok þessa árs en verður að öllum líkindum framlengt um nokkra mánuði þar sem afleiðingar Covid-19 hafa valdið töfum.

Nánar er fjallað um úttektina í Heimsljósi á Vísi.

Sjá einnig:

Verkefni gegn kynferðislegri misneytingu á börnum í Tógó

Íslenskt verkefni í Tógó ber árangur

Börnum forðað frá kynferðisbrotamönnum

Nýlegar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi
27. okt. 2025 Almennar fréttir

Skrifstofan lokuð tímabundið en starfsemi í gangi

Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg í Kópavogi er lokuð tímabundið vegna reykskemmda. Starfsemi okkar fer þó fram í fjarvinnu og er hægt að hafa samband í síma og í tölvupósti.

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir
22. okt. 2025 Almennar fréttir

39 þolendur fengu stuðning og sex gerendur voru kærðir

Verkefni SOS Barnaþorpanna í Tógó sem fjármagnað er af Íslendingum, „Efling baráttunnar gegn kynferðislegri misnotkun á börnum í Ogou-héraði“, hefur skilað áþreifanlegum árangri. 39 þolendur fengu stu...