Vel heppnuð hátíð hjá SOS á Indlandi
SOS Barnaþorpin á Indlandi stóðu í haust fyrir íþrótta- og listaviðburðum í öllum barnaþorpunum í landinu. Í lok nóvember, á alþjóðlegum degi barnsins, var svo haldin lokahátíð í næststærstu borg landsins, Delí, þar sem úrslit fóru fram í íþróttagreinunum ásamt því að listaverk barnanna voru til sýnis. Þá gátu þau sótt áhugaverða fyrirlestra hjá fyrrverandi SOS ungmennum sem náð hafa langt á sínu sviði.
Jákvæð áhrif iðkunar barna í íþróttum og listum eru flestum kunnug en SOS á Indlandi hafa lengi lagt áherslu á að börn og ungmenni stundi tómstundir.
Íþróttakeppnin skiptist í þrjá aldursflokka: 10 ára og yngri, 10-14 ára og 15-18 ára. Keppt var í þremur íþróttagreinum: körfubolta stúlkna, knattspyrnu stúlkna og knattspyrnu drengja en tólf efstu liðin í hverri grein kepptu svo til úrslita í Delí.
Listasýningin tókst einnig mjög vel en til sýnis voru allskyns verk, allt frá málverkum til listgjörninga. Anjua Bansal, framkvæmdastjóri SOS á Indlandi var afar ánægður með hátíðina. „Hátíðin heppnaðist mjög vel og við erum vongóð um að slíkur viðburður hvetji börnin til að láta drauma sína rætast.“
Nýlegar fréttir
Ásakanir á hendur stofnanda SOS
Í september s.l. birtu fjölmiðlar í Austurríki fréttir um illa meðferð á börnum í barnaþorpum í Austurríki á árunum 2008 til 2020. Í kjölfarið komu í ljós gamlar ásakanir á hendur stofnanda samtakanna...
Skrifstofan opnar aftur
Skrifstofa SOS Barnaþorpanna í Hamraborg 1 í Kópavogi opnar aftur mánudaginn 3. nóvember. Reykskemmdir urðu á skrifstofu okkar af völdum eldsvoða í byggingunni og þurftum við af þeim völdum að loka sk...