Fréttayfirlit 5. janúar 2016

Vel heppnuð hátíð hjá SOS á Indlandi



SOS Barnaþorpin á Indlandi stóðu í haust fyrir íþrótta- og listaviðburðum í öllum barnaþorpunum í landinu. Í lok nóvember, á alþjóðlegum degi barnsins, var svo haldin lokahátíð í næststærstu borg landsins, Delí, þar sem úrslit fóru fram í íþróttagreinunum ásamt því að listaverk barnanna voru til sýnis. Þá gátu þau sótt áhugaverða fyrirlestra hjá fyrrverandi SOS ungmennum sem náð hafa langt á sínu sviði.

Jákvæð áhrif iðkunar barna í íþróttum og listum eru flestum kunnug en SOS á Indlandi hafa lengi lagt áherslu á að börn og ungmenni stundi tómstundir.

Íþróttakeppnin skiptist í þrjá aldursflokka: 10 ára og yngri, 10-14 ára og 15-18 ára. Keppt var í þremur íþróttagreinum: körfubolta stúlkna, knattspyrnu stúlkna og knattspyrnu drengja en tólf efstu liðin í hverri grein kepptu svo til úrslita í Delí.

Football Champions with Govinda Boro intranet.jpgListasýningin tókst einnig mjög vel en til sýnis voru allskyns verk, allt frá málverkum til listgjörninga. Anjua Bansal, framkvæmdastjóri SOS á Indlandi var afar ánægður með hátíðina. „Hátíðin heppnaðist mjög vel og við erum vongóð um að slíkur viðburður hvetji börnin til að láta drauma sína rætast.“

Nýlegar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu
8. okt. 2025 Almennar fréttir

Sumarbúðir fyrir stríðshrjáð börn í Úkraínu

SOS Barna­þorp­in fjár­magna fjöl­mörg umbóta- og mannúðarverk­efni í þágu velfarðar barna og ungmenna víða um heim með stuðningi Íslendinga. Nú í september lauk vel heppnuðum sumarbúðum í Úkraínu fyr...

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza
17. sep. 2025 Almennar fréttir

Svör við algengum spurningum styrktaraðila vegna Gaza

Íslenskir styrktaraðilar vilja eðlilega vita hvort og hvernig framlög þeirra eru að nýtast í þeim aðstæðum sem ríkja á Gaza. Að venju viljum við halda Íslendingum upplýstum um nýtingu á framlögum þeir...